Kalla út herinn vegna fannfergis eftir sprengilægð á Nýfundnalandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 13:51 Íbúi í St. John's mokar leið að húsi sínu í gær. Bílar grófust í fönn og almenn umferð var bönnuð vegna fannfergisins. AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og herinn kallaður út vegna ógurlegs fannfergis sem gerði á Nýfundnalandi við austurströnd Kanada. Snjókoman sem féll þar er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. Á sumum stöðum hefur snjódýptin náð hátt á fjórða metra. Snjó kyngdi niður í stormi sem gekk yfir Nýfundnaland og Labrador, austasta hérað Kanada á föstudag. Í höfuðstaðnum St. John‘s var met slegið yfir sólahringssnjókomu þegar 76,2 sentímetrar féllu. Fyrra met var sett í apríl 1999 en þá féllu 68,4 sentímetrar snævar. Lægðin er nú sögð stefna að Grænlandi. Dwight Ball, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labradors, lýsti yfir neyðarástandi og óskaði eftir aðstoð kanadíska hersins á laugardag. Fyrirtækjum var haldið lokuðum og umferð annarra farartækja en viðbragðsaðila var bönnuð. Skaflar við hraðbrautir voru allt að fjórir og hálfur metri að dýpt, að sögn Washington Post. Ófært er víða um eyjuna og grófust bílar og hús í fönn. AP-fréttastofan segir að 26 ára gamals karlmanns sé saknað eftir að hann hugðist ganga heim til vinar sínar í Roaches Line, um sjötíu kílómetra vestur af St. John‘s. Ball hvatti íbúa til að halda sig heima við, huga að nágrönnum sínum og hjálpa þeim að ryðja snjó frá húsum og brunahönum. Enn er unnið að því að moka og ryðja vegi, koma á rafmagni þar sem því sló út og tryggja heilbrigðisþjónustu. Aldrei upplifað annan eins storm Danny Breen, borgarstjóri í St. John‘s var forviða yfir snjókomunni og sagðist aldrei hafa upplifað annan eins storm þrátt fyrir að hafa búið í borginni alla sína ævi. Þegar snjóplógur kom til að ryðja götuna hans í gærmorgun segist Breen aðeins hafa heyrt í plóginum en ekki séð vegna þess hversu mikill snjór var úti. „Nýfundnalendingar eiga eftir að tala um þetta í mjög, mjög langan tíma,“ segir Ashley Brauweiler, veðurfræðingur hjá kanadíska útvarpið CBC á Nýfundnalandi. Útsendingar CBC féllu niður þegar rafmagn fór af stöðinni í storminum. Hún segir Washington Post að starfsmenn hafi ekki komist út um tíma vegna þess hversu mikill snjór hafði safnast saman fyrir utan dyrnar. Veðurofsinn var mikill í storminum á föstudag og reyndist því framan af erfitt að mæla snjódýptina vegna foks og skafrennings. Á alþjóðaflugvellinum í St. John‘s mældist vindur á bilinu 33-43 m/s þegar verst lét. Veðurfræðingar segja að um svonefnda sprengilægð hafi verið að ræða. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) áætlar að loftþrýstingur í miðju lægðarinnar hafi minnst náð 954 millíbörum á aðfararnótt laugardags og hafði þá fallið um meira en 54 millíbör á innan við tveimur sólarhringum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hvatti íbúa á Nýfundnalandi og Labrador að gæta sín og hlusta á yfirvöld. Landsyfirvöld væru reiðubúin til aðstoðar. „Við komumst í gegnum þetta saman,“ tísti Trudeau. Sprengilægðin sem gekk yfir á föstudag dembdi snjó yfir St. John's þannig að íbúar þurftu að vaða hann langt upp fyrir hné.AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press Kanada Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og herinn kallaður út vegna ógurlegs fannfergis sem gerði á Nýfundnalandi við austurströnd Kanada. Snjókoman sem féll þar er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. Á sumum stöðum hefur snjódýptin náð hátt á fjórða metra. Snjó kyngdi niður í stormi sem gekk yfir Nýfundnaland og Labrador, austasta hérað Kanada á föstudag. Í höfuðstaðnum St. John‘s var met slegið yfir sólahringssnjókomu þegar 76,2 sentímetrar féllu. Fyrra met var sett í apríl 1999 en þá féllu 68,4 sentímetrar snævar. Lægðin er nú sögð stefna að Grænlandi. Dwight Ball, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labradors, lýsti yfir neyðarástandi og óskaði eftir aðstoð kanadíska hersins á laugardag. Fyrirtækjum var haldið lokuðum og umferð annarra farartækja en viðbragðsaðila var bönnuð. Skaflar við hraðbrautir voru allt að fjórir og hálfur metri að dýpt, að sögn Washington Post. Ófært er víða um eyjuna og grófust bílar og hús í fönn. AP-fréttastofan segir að 26 ára gamals karlmanns sé saknað eftir að hann hugðist ganga heim til vinar sínar í Roaches Line, um sjötíu kílómetra vestur af St. John‘s. Ball hvatti íbúa til að halda sig heima við, huga að nágrönnum sínum og hjálpa þeim að ryðja snjó frá húsum og brunahönum. Enn er unnið að því að moka og ryðja vegi, koma á rafmagni þar sem því sló út og tryggja heilbrigðisþjónustu. Aldrei upplifað annan eins storm Danny Breen, borgarstjóri í St. John‘s var forviða yfir snjókomunni og sagðist aldrei hafa upplifað annan eins storm þrátt fyrir að hafa búið í borginni alla sína ævi. Þegar snjóplógur kom til að ryðja götuna hans í gærmorgun segist Breen aðeins hafa heyrt í plóginum en ekki séð vegna þess hversu mikill snjór var úti. „Nýfundnalendingar eiga eftir að tala um þetta í mjög, mjög langan tíma,“ segir Ashley Brauweiler, veðurfræðingur hjá kanadíska útvarpið CBC á Nýfundnalandi. Útsendingar CBC féllu niður þegar rafmagn fór af stöðinni í storminum. Hún segir Washington Post að starfsmenn hafi ekki komist út um tíma vegna þess hversu mikill snjór hafði safnast saman fyrir utan dyrnar. Veðurofsinn var mikill í storminum á föstudag og reyndist því framan af erfitt að mæla snjódýptina vegna foks og skafrennings. Á alþjóðaflugvellinum í St. John‘s mældist vindur á bilinu 33-43 m/s þegar verst lét. Veðurfræðingar segja að um svonefnda sprengilægð hafi verið að ræða. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) áætlar að loftþrýstingur í miðju lægðarinnar hafi minnst náð 954 millíbörum á aðfararnótt laugardags og hafði þá fallið um meira en 54 millíbör á innan við tveimur sólarhringum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hvatti íbúa á Nýfundnalandi og Labrador að gæta sín og hlusta á yfirvöld. Landsyfirvöld væru reiðubúin til aðstoðar. „Við komumst í gegnum þetta saman,“ tísti Trudeau. Sprengilægðin sem gekk yfir á föstudag dembdi snjó yfir St. John's þannig að íbúar þurftu að vaða hann langt upp fyrir hné.AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press
Kanada Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira