Van Dijk maður leiksins i sigri Liverpool gegn Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 18:45 Van Dijk var frábær í hjarta varnarinnar hjá Liverpool í dag. Getty/Vísir Topplið Liverpool fór illa með erkifjendur sína frá Manchester-borg í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Úrslitin komu þó engum á óvart þar sem Liverpool hefur verið óstöðvandi í vetur á meðan Manchester United hefur munað fífil sinn fegurri. Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn. Van Dijk skoraði fyrra mark leiksins og var eins og klettur í vörn heimamanna. Þá skoraði Salah sitt fyrsta mark gegn Manchester United undir lok leiks ásamt því að valda usla nær allan leikinn. Gestirnir voru án þriggja af sínum sterkustu leikmönnum sínum en þeir Scott McTominay, Paul Pogba og Marcus Rashford voru allir frá vegna meiðsla í dag og verða líklega næstu vikur eða mánuði. Man Utd stillti upp í svipuðu leikkerfi og í fyrri leik liðanna en Ole Gunnar Solskjær byrjaði með fimma manna vörn, þrjá á miðjunni og tvo frammi. Á meðan var Liverpool í sínu hefðbundna 4-3-3 kerfi og ljóst að þeir breyta því leikkerfi ekkert á næstunni miðað við framgöngu þeirra á leiktíðinni til þessa. Alls fengu níu leikmenn Liverpool einkunn uppá sjö eða meira en hjá Manchester United voru aðeins tveir leikmenn með svipaða einkunn. Brasilíski miðjumaðurinn Fred, sem hefur fengið mikla gagnrýni frá því hann kom til Man Utd, var langbesti leikmaður þeirra í dag en það dugði ekki til.Einkunnir Liverpool Alisson - 7.8 Trent Alexander-Arnold - 7.5 Virgil Van Dijk - 8.5 (Maður leiksins) Joe Gomez - 7.3 Andy Robertson - 6.7 Gini Wijnaldum - 7.3 Jordan Henderson - 7,7 Alex Oxlade-Chamberlain - 7.3 Mo Salah - 7.8 Sadio Mané - 6.5 Roberto Firmino - 7.6Einkunnir Manchester United David De Gea - 6.4 Wan-Bissaka - 7.0 Victor Lindelöf - 6.3 Harry Maguire - 6.6 Luke Shaw - 6.9 Brandon Williams - 6.3 Nemanja Matic - 6.2 Fred - 7.4 Andreas Pereira - 6.2 Daniel James - 5.9 Anthony Martial - 6.1 Enski boltinn Tengdar fréttir Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30 Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Topplið Liverpool fór illa með erkifjendur sína frá Manchester-borg í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Úrslitin komu þó engum á óvart þar sem Liverpool hefur verið óstöðvandi í vetur á meðan Manchester United hefur munað fífil sinn fegurri. Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn. Van Dijk skoraði fyrra mark leiksins og var eins og klettur í vörn heimamanna. Þá skoraði Salah sitt fyrsta mark gegn Manchester United undir lok leiks ásamt því að valda usla nær allan leikinn. Gestirnir voru án þriggja af sínum sterkustu leikmönnum sínum en þeir Scott McTominay, Paul Pogba og Marcus Rashford voru allir frá vegna meiðsla í dag og verða líklega næstu vikur eða mánuði. Man Utd stillti upp í svipuðu leikkerfi og í fyrri leik liðanna en Ole Gunnar Solskjær byrjaði með fimma manna vörn, þrjá á miðjunni og tvo frammi. Á meðan var Liverpool í sínu hefðbundna 4-3-3 kerfi og ljóst að þeir breyta því leikkerfi ekkert á næstunni miðað við framgöngu þeirra á leiktíðinni til þessa. Alls fengu níu leikmenn Liverpool einkunn uppá sjö eða meira en hjá Manchester United voru aðeins tveir leikmenn með svipaða einkunn. Brasilíski miðjumaðurinn Fred, sem hefur fengið mikla gagnrýni frá því hann kom til Man Utd, var langbesti leikmaður þeirra í dag en það dugði ekki til.Einkunnir Liverpool Alisson - 7.8 Trent Alexander-Arnold - 7.5 Virgil Van Dijk - 8.5 (Maður leiksins) Joe Gomez - 7.3 Andy Robertson - 6.7 Gini Wijnaldum - 7.3 Jordan Henderson - 7,7 Alex Oxlade-Chamberlain - 7.3 Mo Salah - 7.8 Sadio Mané - 6.5 Roberto Firmino - 7.6Einkunnir Manchester United David De Gea - 6.4 Wan-Bissaka - 7.0 Victor Lindelöf - 6.3 Harry Maguire - 6.6 Luke Shaw - 6.9 Brandon Williams - 6.3 Nemanja Matic - 6.2 Fred - 7.4 Andreas Pereira - 6.2 Daniel James - 5.9 Anthony Martial - 6.1
Enski boltinn Tengdar fréttir Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30 Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30
Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn