Van Dijk maður leiksins i sigri Liverpool gegn Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 18:45 Van Dijk var frábær í hjarta varnarinnar hjá Liverpool í dag. Getty/Vísir Topplið Liverpool fór illa með erkifjendur sína frá Manchester-borg í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Úrslitin komu þó engum á óvart þar sem Liverpool hefur verið óstöðvandi í vetur á meðan Manchester United hefur munað fífil sinn fegurri. Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn. Van Dijk skoraði fyrra mark leiksins og var eins og klettur í vörn heimamanna. Þá skoraði Salah sitt fyrsta mark gegn Manchester United undir lok leiks ásamt því að valda usla nær allan leikinn. Gestirnir voru án þriggja af sínum sterkustu leikmönnum sínum en þeir Scott McTominay, Paul Pogba og Marcus Rashford voru allir frá vegna meiðsla í dag og verða líklega næstu vikur eða mánuði. Man Utd stillti upp í svipuðu leikkerfi og í fyrri leik liðanna en Ole Gunnar Solskjær byrjaði með fimma manna vörn, þrjá á miðjunni og tvo frammi. Á meðan var Liverpool í sínu hefðbundna 4-3-3 kerfi og ljóst að þeir breyta því leikkerfi ekkert á næstunni miðað við framgöngu þeirra á leiktíðinni til þessa. Alls fengu níu leikmenn Liverpool einkunn uppá sjö eða meira en hjá Manchester United voru aðeins tveir leikmenn með svipaða einkunn. Brasilíski miðjumaðurinn Fred, sem hefur fengið mikla gagnrýni frá því hann kom til Man Utd, var langbesti leikmaður þeirra í dag en það dugði ekki til.Einkunnir Liverpool Alisson - 7.8 Trent Alexander-Arnold - 7.5 Virgil Van Dijk - 8.5 (Maður leiksins) Joe Gomez - 7.3 Andy Robertson - 6.7 Gini Wijnaldum - 7.3 Jordan Henderson - 7,7 Alex Oxlade-Chamberlain - 7.3 Mo Salah - 7.8 Sadio Mané - 6.5 Roberto Firmino - 7.6Einkunnir Manchester United David De Gea - 6.4 Wan-Bissaka - 7.0 Victor Lindelöf - 6.3 Harry Maguire - 6.6 Luke Shaw - 6.9 Brandon Williams - 6.3 Nemanja Matic - 6.2 Fred - 7.4 Andreas Pereira - 6.2 Daniel James - 5.9 Anthony Martial - 6.1 Enski boltinn Tengdar fréttir Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30 Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Topplið Liverpool fór illa með erkifjendur sína frá Manchester-borg í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Úrslitin komu þó engum á óvart þar sem Liverpool hefur verið óstöðvandi í vetur á meðan Manchester United hefur munað fífil sinn fegurri. Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn. Van Dijk skoraði fyrra mark leiksins og var eins og klettur í vörn heimamanna. Þá skoraði Salah sitt fyrsta mark gegn Manchester United undir lok leiks ásamt því að valda usla nær allan leikinn. Gestirnir voru án þriggja af sínum sterkustu leikmönnum sínum en þeir Scott McTominay, Paul Pogba og Marcus Rashford voru allir frá vegna meiðsla í dag og verða líklega næstu vikur eða mánuði. Man Utd stillti upp í svipuðu leikkerfi og í fyrri leik liðanna en Ole Gunnar Solskjær byrjaði með fimma manna vörn, þrjá á miðjunni og tvo frammi. Á meðan var Liverpool í sínu hefðbundna 4-3-3 kerfi og ljóst að þeir breyta því leikkerfi ekkert á næstunni miðað við framgöngu þeirra á leiktíðinni til þessa. Alls fengu níu leikmenn Liverpool einkunn uppá sjö eða meira en hjá Manchester United voru aðeins tveir leikmenn með svipaða einkunn. Brasilíski miðjumaðurinn Fred, sem hefur fengið mikla gagnrýni frá því hann kom til Man Utd, var langbesti leikmaður þeirra í dag en það dugði ekki til.Einkunnir Liverpool Alisson - 7.8 Trent Alexander-Arnold - 7.5 Virgil Van Dijk - 8.5 (Maður leiksins) Joe Gomez - 7.3 Andy Robertson - 6.7 Gini Wijnaldum - 7.3 Jordan Henderson - 7,7 Alex Oxlade-Chamberlain - 7.3 Mo Salah - 7.8 Sadio Mané - 6.5 Roberto Firmino - 7.6Einkunnir Manchester United David De Gea - 6.4 Wan-Bissaka - 7.0 Victor Lindelöf - 6.3 Harry Maguire - 6.6 Luke Shaw - 6.9 Brandon Williams - 6.3 Nemanja Matic - 6.2 Fred - 7.4 Andreas Pereira - 6.2 Daniel James - 5.9 Anthony Martial - 6.1
Enski boltinn Tengdar fréttir Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30 Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30
Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30