Erlent

Stigu lykilskref í átt að björgun nashyrningategundar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Fjölþjóðlegur hópur rannsakenda hefur stigið lykilskref í átt að því að bjarga undirtegund hvítra nashyrninga frá útrýmingu.

Mæðgurnar Najin og Fatu standa einar eftir af sinni tegund, nyrðra afbrigði svokallaðra hvítra nashyrninga. Þær sjást í myndskeiðinu hér að ofan í Ol Pejeta-athvarfinu í Keníu ásamt nashyrningi sem ef af syðri undirtegundinni. Þangað voru þær fluttar árið 2009 í von um að þær myndu eignast afkvæmi með karldýrunum Súdan og Suni. Allt kom fyrir ekki. Suni drapst árið 2014 og Súdan 2018.

Þetta þýðir að það er ekki eitt einasta karldýr eftir. Ekki bætir úr skák að hvorki Najin né Fatu getur gengið með afkvæmi. Önnur er of veikburða og hin er með sár í legi. Útrýming blasir við en hópur sérfræðinga í samstarfi við ítalska félagið Avantea, sem sérhæfir sig í erfðum og æxlun dýra, og sá meðal annars um klónun fyrsta hestsins, vinnur nú að því að bjarga þessari viðkvæmu tegund.

Rannsakendurnir hafa í þrígang náð að skapa fósturvísa úr eggjum Fatu og sæði úr Súdan, sem var fryst áður en hann drapst.. Til stendur að staðgöngumóðir af syðri undirtegund hvítra nashyrninga gangi með afkvæmin og vonast er til þess að á næstu áratugum verði hægt að koma upp fimm dýra hjörð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.