Fótbolti

Tekur við Englandi en stýrir Hollandi á ÓL

Sindri Sverrisson skrifar
Sarina Wiegman hefur verið afar sigursæl sem þjálfari Hollands. Liðið varð Evrópumeistari undir hennar stjórn og komst í úrslitaleik HM í fyrra.
Sarina Wiegman hefur verið afar sigursæl sem þjálfari Hollands. Liðið varð Evrópumeistari undir hennar stjórn og komst í úrslitaleik HM í fyrra. VÍSIR/GETTY

Sarina Wiegman, þjálfari Evrópumeistara Hollands, mun taka við enska kvennalandsliðinu í fótbolta af Phil Neville næsta sumar.

Wiegman mun því stýra enska landsliðinu á heimavelli sumarið 2022 þegar Evrópumótið fer þar fram, eftir að hafa unnið EM á heimavelli sem þjálfari Hollands 2017.

Wiegman, sem er fimmtug, var efst á blaði hjá enska knattspyrnusambandinu. Samningur hennar tekur gildi næsta sumar og gildir til ársins 2025.

Wiegman sóttist eftir því að fá að stýra Hollandi fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó, sem frestað var til ársins 2021, og fékk það í gegn í viðræðum sínum við enska sambandið.

Óvíst er hver mun stýra breska kvennalandsliðinu á Ólympíuleikunum en það mun skýrast á næstunni, samkvæmt tilkynningu enska knattspyrnusambandsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×