Fótbolti

Tekur við Englandi en stýrir Hollandi á ÓL

Sindri Sverrisson skrifar
Sarina Wiegman hefur verið afar sigursæl sem þjálfari Hollands. Liðið varð Evrópumeistari undir hennar stjórn og komst í úrslitaleik HM í fyrra.
Sarina Wiegman hefur verið afar sigursæl sem þjálfari Hollands. Liðið varð Evrópumeistari undir hennar stjórn og komst í úrslitaleik HM í fyrra. VÍSIR/GETTY

Sarina Wiegman, þjálfari Evrópumeistara Hollands, mun taka við enska kvennalandsliðinu í fótbolta af Phil Neville næsta sumar.

Wiegman mun því stýra enska landsliðinu á heimavelli sumarið 2022 þegar Evrópumótið fer þar fram, eftir að hafa unnið EM á heimavelli sem þjálfari Hollands 2017.

Wiegman, sem er fimmtug, var efst á blaði hjá enska knattspyrnusambandinu. Samningur hennar tekur gildi næsta sumar og gildir til ársins 2025.

Wiegman sóttist eftir því að fá að stýra Hollandi fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó, sem frestað var til ársins 2021, og fékk það í gegn í viðræðum sínum við enska sambandið.

Óvíst er hver mun stýra breska kvennalandsliðinu á Ólympíuleikunum en það mun skýrast á næstunni, samkvæmt tilkynningu enska knattspyrnusambandsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.