Innlent

Rúmlega 16 milljónir söfnuðust fyrir Beirút hjá Rauða krossinum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Minnst 178 létu lífið í sprengingunni, sex þúsund slösuðust og þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín.
Minnst 178 létu lífið í sprengingunni, sex þúsund slösuðust og þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín. Getty/Aysu Bicer

Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir íbúa Beirút vegna sprengingarinnar sem varð þar í síðustu viku er lokið. 16.334.530 krónur söfnuðust og voru það 1.752 einstaklingar, samtök og fyrirtæki sem lögðu söfnuninni lið auk utanríkisráðuneytisins sem lagði til átta milljónir króna.

Að minnsta kosti 178 fórust í sprengingunni, um sex þúsund slösuðust og um 300 þúsund misstu heimili sín. Allt söfnunarféð rennur til Rauða krossins í Líbanon sem mun vinna að uppbyggingarstarfi í Beirút.

Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri Hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins hér á landi segir að fram undan sé flókið verkefni sem lúti að því að mæta þörfum þolenda og útvega meðal annars fæði, lyf og húsaskjól, tryggja heilbrigðisþjónustu og veita fólki sálrænan stuðning.

Vegna kórónuveirufaraldursins sé verkefnið einstaklega flókið, hann geri hjálparstarf erfiðara og flóknara á vettvangi.


Tengdar fréttir

Varaðir við hættunni í síðasta mánuði

Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina.

Líbanski herinn fær aukin völd

Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.