Tvö hundruð talin af eftir sprenginguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 10:54 Þessi mynd er tekin í borginni í gær og sýnir vel eyðilegginguna sem varð við hafnarsvæðið þar sem sprengjan sprakk. Getty/Patrick Baz Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. Þessa stundina eru rúmlega 200 talin af og tuga er enn saknað að sögn þarlendra ráðamanna. Björgunarsveitir hafa unnið sleitulaust síðustu sólarhringa í þeirri von að finna fleiri á lífi í rústunum. Franskt björgunarlið gróf þannig samfleytt í tvo sólarhringa til að komast að niðurgröfnum klefa þar sem talið var að sjö kynnu enn að vera á lífi. Eftir 48 klukkustunda mokstur fundust fimm lík í rústunum. Haft er eftir samhæfingarstjóra björgunaraðgerðanna á vef Guardian að fyrsta stigi aðgerðanna sé lokið. Björgunarsveitirnar séu af þeim sökum ekki lengur í „björgunarfasa“ og litlar líkur eru því taldar á að fleiri finnist á lífi. Sem stendur er áætlað að um 6000 manns hafi særst í sprengingunni og að á fjórða hundrað þúsund hafi misst heimili sín eða hafist við í löskuðum byggingum. Þannig eru þúsundir íbúða ýmist glugga- eða hurðalausar eftir sprenginguna. Þar að auki hafði hún margvísleg efnahagsleg áhrif, ekki síst á fæðuöryggi landsins og fyrir vikið hafa mannúðarsamtök kallað eftir því að líbönsku þjóðinni verði útveguð hjálpargögn hið snarasta. Þjóðarleiðtogar sammæltust um næstum 300 milljón dala neyðaraðstoð til Líbanons á starfrænum fundi þeirra í gær, sem haldinn var að frumkvæði Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Mikil pólitísk ólga er jafnframt í landinu eftir sprenginguna, sem talin er til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi. Þannig hefur verið mótmælt í Beirút síðustu daga, sem afsagnar tveggja ráðherra og þriggja þingmanna hafa ekki náð að sefa. Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. Þessa stundina eru rúmlega 200 talin af og tuga er enn saknað að sögn þarlendra ráðamanna. Björgunarsveitir hafa unnið sleitulaust síðustu sólarhringa í þeirri von að finna fleiri á lífi í rústunum. Franskt björgunarlið gróf þannig samfleytt í tvo sólarhringa til að komast að niðurgröfnum klefa þar sem talið var að sjö kynnu enn að vera á lífi. Eftir 48 klukkustunda mokstur fundust fimm lík í rústunum. Haft er eftir samhæfingarstjóra björgunaraðgerðanna á vef Guardian að fyrsta stigi aðgerðanna sé lokið. Björgunarsveitirnar séu af þeim sökum ekki lengur í „björgunarfasa“ og litlar líkur eru því taldar á að fleiri finnist á lífi. Sem stendur er áætlað að um 6000 manns hafi særst í sprengingunni og að á fjórða hundrað þúsund hafi misst heimili sín eða hafist við í löskuðum byggingum. Þannig eru þúsundir íbúða ýmist glugga- eða hurðalausar eftir sprenginguna. Þar að auki hafði hún margvísleg efnahagsleg áhrif, ekki síst á fæðuöryggi landsins og fyrir vikið hafa mannúðarsamtök kallað eftir því að líbönsku þjóðinni verði útveguð hjálpargögn hið snarasta. Þjóðarleiðtogar sammæltust um næstum 300 milljón dala neyðaraðstoð til Líbanons á starfrænum fundi þeirra í gær, sem haldinn var að frumkvæði Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Mikil pólitísk ólga er jafnframt í landinu eftir sprenginguna, sem talin er til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi. Þannig hefur verið mótmælt í Beirút síðustu daga, sem afsagnar tveggja ráðherra og þriggja þingmanna hafa ekki náð að sefa.
Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira