Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 10:15 Reyk frá gróðureldunum í Ástralíu lagði meira en tvö þúsund kílómetra yfir Tasmaníuhaf og yfir Nýja-Sjáland. Vísir/EPA Jöklar og snjór á Nýja-Sjálandi er orðinn brúnn á lit vegna ösku sem kemur frá gróðureldunum sem hafa geisað í Ástralíu svo vikum skiptir. Talið er að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla þar um allt að tæpan þriðjung. Reyk frá eldunum í Viktoríu og Nýja Suður-Wales lagði austur á gamlárskvöld og olli mistrið rauðri sólarupprás á Suðureyju Nýja-Sjálands að morgni nýársdags, að sögn The Guardian. Í dag voru svo jöklar og snjór í fjöllum orðinn brúnn á lit vegna ryksins. Andrew Mackintosh, forstöðumaður jarð-, loftslags- og umhverfissrannsókna við Monash-háskóla, segist ekki hafa séð annað eins magn ryks berast yfir Tasmaníuhaf á þeim tuttugu árum sem hann hefur rannsakað nýsjálenska jökla. Gróft áætlað telur hann að rykið gæti aukið bráðnun jöklanna á suðurhvelssumrinu sem nú stendur yfir um 20-30% þar sem dökkt rykið drekkur í sig sólarorku sem hvítt yfirborð þeirra hefði alla jafna endurvarpað. Nýsjálenskir jöklar hafa skroppið saman um tæpan þriðjung frá 8. áratug síðustu aldar. Vísindamenn spá því að þeir hverfi algerlega fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna.Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarreldanna í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Búist er við stífum vindi og hita sem eykur enn hættuna á eldum. Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1.200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Hazy sunrises for the North Island today! The main band of smoke has moved north from yesterday, while another band of smoke lingers over the South Island. ^Tahlia pic.twitter.com/eafnnsu89q— MetService (@MetService) January 1, 2020 Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Jöklar og snjór á Nýja-Sjálandi er orðinn brúnn á lit vegna ösku sem kemur frá gróðureldunum sem hafa geisað í Ástralíu svo vikum skiptir. Talið er að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla þar um allt að tæpan þriðjung. Reyk frá eldunum í Viktoríu og Nýja Suður-Wales lagði austur á gamlárskvöld og olli mistrið rauðri sólarupprás á Suðureyju Nýja-Sjálands að morgni nýársdags, að sögn The Guardian. Í dag voru svo jöklar og snjór í fjöllum orðinn brúnn á lit vegna ryksins. Andrew Mackintosh, forstöðumaður jarð-, loftslags- og umhverfissrannsókna við Monash-háskóla, segist ekki hafa séð annað eins magn ryks berast yfir Tasmaníuhaf á þeim tuttugu árum sem hann hefur rannsakað nýsjálenska jökla. Gróft áætlað telur hann að rykið gæti aukið bráðnun jöklanna á suðurhvelssumrinu sem nú stendur yfir um 20-30% þar sem dökkt rykið drekkur í sig sólarorku sem hvítt yfirborð þeirra hefði alla jafna endurvarpað. Nýsjálenskir jöklar hafa skroppið saman um tæpan þriðjung frá 8. áratug síðustu aldar. Vísindamenn spá því að þeir hverfi algerlega fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna.Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarreldanna í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Búist er við stífum vindi og hita sem eykur enn hættuna á eldum. Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1.200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Hazy sunrises for the North Island today! The main band of smoke has moved north from yesterday, while another band of smoke lingers over the South Island. ^Tahlia pic.twitter.com/eafnnsu89q— MetService (@MetService) January 1, 2020
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38
Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44
Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09