Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 02:57 Rútan valt á Gjábakkavegi, á miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Þyngdalsheiðar. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján manns innanborðs valt á Gjábakkavegi, um miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Viðbragðsaðilar í Árnessýslu fengu tilkynningu um slysið skömmu eftir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og var mikið lið sent á vettvang. Tækjabílar frá Brunavörnum Árnessýslu, á Selfossi og Laugarvatni, þrír sjúkrabílar frá Selfossi auk lögreglu. Þá var óskað eftir aðstoð frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem sendi þrjá sjúkrabíla á vettvang. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði í samtali við fréttastofu, á vettvangi slyssins í nótt, að aðstæður að hafi verið bærilegar. Smá vindur en mikil kuldi, eða um sjö stiga frost. Þæfingur var á veginum og mikil hálka. Haukur segir að í fyrstu hafi ekki verið vitað hvort einhverjir væru fastir í rútunni eða hversu mikið farþegarnir væru slasaðir en þegar lögregla kom á vettvang voru þeir allir að týnast út úr rútunni, sem lá á hliðinni. Haukur segir einnig að einn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík en aðrir farþegar, ökumaður og leiðsögumaður, voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Farþegarnir sem um borð voru eru erlendir ferðamenn. Farþegar rútunnar, ökumaður og leiðsögumaður komu út úr rútunni, einn af öðrum, þegar lögregla kom á vettvang.Vísir/Jóhann K. Ljóst að bílbelti björguðu miklu Haukur segir það alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. Farþegarnir sem voru um um borð voru sautján auk ökumanns og leiðsögumanns, samtals nítján manns. Þá segir Haukur að hefði rútan farið út af veginum örlítið fyrr eða seinna hefði einnig getað farið verr það sem hátt er niður af veginum. Það var mat sjúkraflutningamanna, sem skoðuðu fólkið á þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, að ekki væri þörf á að flytja fleiri á slysadeild nema þeir sjálfir óskuðu eftir því. Var því önnur rútu fengin á vettvang til þess að ferja fólkið til Reykjavíkur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins. Farþegar, ökurmaður og leiðsögumaður voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu fólkið. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.Vísir/Jóhann K. Annað hópslysið í uppsveitum Árnessýslu á nokkrum dögum Slysið á Gjábakkavegi er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á einungis nokkrum dögum. Daginn fyrir gamlársdag skullu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt, ofan við Geysi. Fimmtán voru í bílunum tveimur og voru nokkrir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík. Bláskógabyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Þingvellir Tengdar fréttir Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján manns innanborðs valt á Gjábakkavegi, um miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Viðbragðsaðilar í Árnessýslu fengu tilkynningu um slysið skömmu eftir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og var mikið lið sent á vettvang. Tækjabílar frá Brunavörnum Árnessýslu, á Selfossi og Laugarvatni, þrír sjúkrabílar frá Selfossi auk lögreglu. Þá var óskað eftir aðstoð frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem sendi þrjá sjúkrabíla á vettvang. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði í samtali við fréttastofu, á vettvangi slyssins í nótt, að aðstæður að hafi verið bærilegar. Smá vindur en mikil kuldi, eða um sjö stiga frost. Þæfingur var á veginum og mikil hálka. Haukur segir að í fyrstu hafi ekki verið vitað hvort einhverjir væru fastir í rútunni eða hversu mikið farþegarnir væru slasaðir en þegar lögregla kom á vettvang voru þeir allir að týnast út úr rútunni, sem lá á hliðinni. Haukur segir einnig að einn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík en aðrir farþegar, ökumaður og leiðsögumaður, voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Farþegarnir sem um borð voru eru erlendir ferðamenn. Farþegar rútunnar, ökumaður og leiðsögumaður komu út úr rútunni, einn af öðrum, þegar lögregla kom á vettvang.Vísir/Jóhann K. Ljóst að bílbelti björguðu miklu Haukur segir það alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. Farþegarnir sem voru um um borð voru sautján auk ökumanns og leiðsögumanns, samtals nítján manns. Þá segir Haukur að hefði rútan farið út af veginum örlítið fyrr eða seinna hefði einnig getað farið verr það sem hátt er niður af veginum. Það var mat sjúkraflutningamanna, sem skoðuðu fólkið á þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, að ekki væri þörf á að flytja fleiri á slysadeild nema þeir sjálfir óskuðu eftir því. Var því önnur rútu fengin á vettvang til þess að ferja fólkið til Reykjavíkur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins. Farþegar, ökurmaður og leiðsögumaður voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu fólkið. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.Vísir/Jóhann K. Annað hópslysið í uppsveitum Árnessýslu á nokkrum dögum Slysið á Gjábakkavegi er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á einungis nokkrum dögum. Daginn fyrir gamlársdag skullu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt, ofan við Geysi. Fimmtán voru í bílunum tveimur og voru nokkrir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík.
Bláskógabyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Þingvellir Tengdar fréttir Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45