Enski boltinn

Giggs hvetur Man. Utd. til að losa sig við Pogba

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pogba hefur lítið komið við sögu á tímabilinu vegna meiðsla.
Pogba hefur lítið komið við sögu á tímabilinu vegna meiðsla. vísir/getty

Ryan Giggs, leikjahæsti leikmaður í sögu Manchester United, hvetur félagið til að selja Paul Pogba.

Franski miðjumaðurinn hefur aðeins leikið átta leiki með United á tímabilinu vegna meiðsla og er á leið í aðgerð vegna ökklameiðsla.

Pogba hefur þrálátlega verið orðaður við önnur lið og ekki liggur fyrir hvar hann leikur á næsta tímabili.

Giggs finnur til með Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra United og sínum gamla samherja, vegna stöðunnar á málum Pogba.

„Það er pirrandi fyrir stjóra að þurfa sífellt að svara spurningum um leikmann sem er orðaður við önnur lið, er meiddur og kannski ekki alltaf þar sem hann á að vera,“ sagði Giggs.

Hann segir að þrátt fyrir að Pogba búi yfir miklum hæfileikum hafi hann ekki blómstrað hjá United.

„Hann á að láta verkin tala inni á vellinum. Þannig var ég alinn upp. En þetta er annar tími þar sem samfélagsmiðlarnir stjórna öllu,“ sagði Giggs.

„Þetta er pirrandi því hann er hæfileikaríkur. En hann hefur ekki sýnt það reglulega síðan hann kom til United. Er hann ánægður? Ég veit það ekki. Vill hann spila annars staðar? Ég veit það ekki.“

Næsti leikur United er gegn Wolves í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á morgun.


Tengdar fréttir

Ósáttur við brosið hans Solskjær

Robin van Persie lék með síðasta liði Manchester United sem varð enskur meistari vorið 2013. Hann var ekki sáttur með knattspyrnustjórann eftir leik Arsenal og Manchester United í gær.

Pogba þarf að fara í aðgerð

Endurkoma Paul Pogba í lið Manchester United var stutt að þessu sinni en hann kom til baka rétt fyrir jól eftir langa fjarveru. Nú þarf franski miðjumaðurinn að leggjast á skurðarborðið og verður frá keppni næsta mánuðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×