Giggs hvetur Man. Utd. til að losa sig við Pogba Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2020 11:30 Pogba hefur lítið komið við sögu á tímabilinu vegna meiðsla. vísir/getty Ryan Giggs, leikjahæsti leikmaður í sögu Manchester United, hvetur félagið til að selja Paul Pogba. Franski miðjumaðurinn hefur aðeins leikið átta leiki með United á tímabilinu vegna meiðsla og er á leið í aðgerð vegna ökklameiðsla. Pogba hefur þrálátlega verið orðaður við önnur lið og ekki liggur fyrir hvar hann leikur á næsta tímabili. Giggs finnur til með Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra United og sínum gamla samherja, vegna stöðunnar á málum Pogba. „Það er pirrandi fyrir stjóra að þurfa sífellt að svara spurningum um leikmann sem er orðaður við önnur lið, er meiddur og kannski ekki alltaf þar sem hann á að vera,“ sagði Giggs. Hann segir að þrátt fyrir að Pogba búi yfir miklum hæfileikum hafi hann ekki blómstrað hjá United. „Hann á að láta verkin tala inni á vellinum. Þannig var ég alinn upp. En þetta er annar tími þar sem samfélagsmiðlarnir stjórna öllu,“ sagði Giggs. „Þetta er pirrandi því hann er hæfileikaríkur. En hann hefur ekki sýnt það reglulega síðan hann kom til United. Er hann ánægður? Ég veit það ekki. Vill hann spila annars staðar? Ég veit það ekki.“ Næsti leikur United er gegn Wolves í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á morgun. Enski boltinn Tengdar fréttir Fór yfir það hvernig Mikel Arteta kom Man. United liðinu í mikil vandræði Mikel Arteta spurði spurninga sem Ole Gunnari Solskjær tókst ekki að svara í leik Arsenal og Manchester United. 3. janúar 2020 11:00 „Manchester United myndi eyðileggja Maradona, Maldini og Pele“ Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba og fleirri stórstjarna, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. 1. janúar 2020 18:45 Ósáttur við brosið hans Solskjær Robin van Persie lék með síðasta liði Manchester United sem varð enskur meistari vorið 2013. Hann var ekki sáttur með knattspyrnustjórann eftir leik Arsenal og Manchester United í gær. 2. janúar 2020 22:45 Benfica tilbúið að hlusta á tilboð í skotmark Manchester United Benfica er talið reiðubúið að hlusta á tilboð í hinn tvítuga Portúgala, Gedson Fernandes, sem er á mála hjá félaginu. 2. janúar 2020 23:30 Pogba þarf að fara í aðgerð Endurkoma Paul Pogba í lið Manchester United var stutt að þessu sinni en hann kom til baka rétt fyrir jól eftir langa fjarveru. Nú þarf franski miðjumaðurinn að leggjast á skurðarborðið og verður frá keppni næsta mánuðinn. 2. janúar 2020 08:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Ryan Giggs, leikjahæsti leikmaður í sögu Manchester United, hvetur félagið til að selja Paul Pogba. Franski miðjumaðurinn hefur aðeins leikið átta leiki með United á tímabilinu vegna meiðsla og er á leið í aðgerð vegna ökklameiðsla. Pogba hefur þrálátlega verið orðaður við önnur lið og ekki liggur fyrir hvar hann leikur á næsta tímabili. Giggs finnur til með Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra United og sínum gamla samherja, vegna stöðunnar á málum Pogba. „Það er pirrandi fyrir stjóra að þurfa sífellt að svara spurningum um leikmann sem er orðaður við önnur lið, er meiddur og kannski ekki alltaf þar sem hann á að vera,“ sagði Giggs. Hann segir að þrátt fyrir að Pogba búi yfir miklum hæfileikum hafi hann ekki blómstrað hjá United. „Hann á að láta verkin tala inni á vellinum. Þannig var ég alinn upp. En þetta er annar tími þar sem samfélagsmiðlarnir stjórna öllu,“ sagði Giggs. „Þetta er pirrandi því hann er hæfileikaríkur. En hann hefur ekki sýnt það reglulega síðan hann kom til United. Er hann ánægður? Ég veit það ekki. Vill hann spila annars staðar? Ég veit það ekki.“ Næsti leikur United er gegn Wolves í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á morgun.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fór yfir það hvernig Mikel Arteta kom Man. United liðinu í mikil vandræði Mikel Arteta spurði spurninga sem Ole Gunnari Solskjær tókst ekki að svara í leik Arsenal og Manchester United. 3. janúar 2020 11:00 „Manchester United myndi eyðileggja Maradona, Maldini og Pele“ Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba og fleirri stórstjarna, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. 1. janúar 2020 18:45 Ósáttur við brosið hans Solskjær Robin van Persie lék með síðasta liði Manchester United sem varð enskur meistari vorið 2013. Hann var ekki sáttur með knattspyrnustjórann eftir leik Arsenal og Manchester United í gær. 2. janúar 2020 22:45 Benfica tilbúið að hlusta á tilboð í skotmark Manchester United Benfica er talið reiðubúið að hlusta á tilboð í hinn tvítuga Portúgala, Gedson Fernandes, sem er á mála hjá félaginu. 2. janúar 2020 23:30 Pogba þarf að fara í aðgerð Endurkoma Paul Pogba í lið Manchester United var stutt að þessu sinni en hann kom til baka rétt fyrir jól eftir langa fjarveru. Nú þarf franski miðjumaðurinn að leggjast á skurðarborðið og verður frá keppni næsta mánuðinn. 2. janúar 2020 08:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Fór yfir það hvernig Mikel Arteta kom Man. United liðinu í mikil vandræði Mikel Arteta spurði spurninga sem Ole Gunnari Solskjær tókst ekki að svara í leik Arsenal og Manchester United. 3. janúar 2020 11:00
„Manchester United myndi eyðileggja Maradona, Maldini og Pele“ Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba og fleirri stórstjarna, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. 1. janúar 2020 18:45
Ósáttur við brosið hans Solskjær Robin van Persie lék með síðasta liði Manchester United sem varð enskur meistari vorið 2013. Hann var ekki sáttur með knattspyrnustjórann eftir leik Arsenal og Manchester United í gær. 2. janúar 2020 22:45
Benfica tilbúið að hlusta á tilboð í skotmark Manchester United Benfica er talið reiðubúið að hlusta á tilboð í hinn tvítuga Portúgala, Gedson Fernandes, sem er á mála hjá félaginu. 2. janúar 2020 23:30
Pogba þarf að fara í aðgerð Endurkoma Paul Pogba í lið Manchester United var stutt að þessu sinni en hann kom til baka rétt fyrir jól eftir langa fjarveru. Nú þarf franski miðjumaðurinn að leggjast á skurðarborðið og verður frá keppni næsta mánuðinn. 2. janúar 2020 08:30