Enski boltinn

Sol­skjær svaraði Van Persie: Númerið það eina sem hann mun taka af mér

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norðmaðurinn er ekki bara viðkunnanlegur.
Norðmaðurinn er ekki bara viðkunnanlegur. vísir/epa

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, svaraði Robin van Persie fullum hálsi eftir að Hollendingurinn gagnrýndi Solskjær á dögunum.

Van Persie fannst skrýtið hversu brosmildur Solskjær var í viðtali eftir 2-0 tapið gegn Arsenal og gagnrýndi hann það í umfjöllun BT Sport eftir leikinn.

Solskjær var spurður út í ummælin á blaðamannafundi fyrir leik dagsins gegn Úlfunum í enska bikarnum og skóf ekkert af hlutunum.

„Ég þekki ekki Robin og hann þekkir mig ekki. Hann hefur ekki líklega ekki réttinn á því að gagnrýna þjálfaraferil minn og hann mun ekki breytast. Það er klárt,“ svaraði Norðmaðurinn.

„Og Robin, já hann tók númerið 20 af mér, og það er líklega það eina sem hann mun taka af mér.“







Grjótharður Norðmaðurinn.

Man. United mætir Wolves í enska bikarnum í dag. Flautað verður til leiks klukkan 17.30 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Tengdar fréttir

Ósáttur við brosið hans Solskjær

Robin van Persie lék með síðasta liði Manchester United sem varð enskur meistari vorið 2013. Hann var ekki sáttur með knattspyrnustjórann eftir leik Arsenal og Manchester United í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×