Erlent

Herafli kallaður út vegna gróðureldanna

Andri Eysteinsson skrifar
Morrison tilkynnti aðgerðirnar í dag.
Morrison tilkynnti aðgerðirnar í dag. Getty/Pool

Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. Forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, greindi frá aðgerðunum á blaðamannafundi í dag. BBC greinir frá.

Morrison, sem hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið, tilkynnti líka að 20 milljónum dala verði varið í að leigja fjórar flugvélar, ætlaðar til slökkvistarfs. Varnamálaráðherra Ástralíu, Linda Reynolds, sagði á blaðamannafundinum að um væri að ræða fyrsta skiptið sem herafli væri kallaður út til þess að aðstoða við slökkvistarf.

Á blaðamannafundinum sagði Morrison að ástandið væri enn að versna. „Við höfum séð þennan harmleik stigmagnast á áður óséðan máta,“ sagði Morrison.

23 hafa látið lífið í gróðureldunum um 1500 heimili hafa orðið eldi að bráð og ekki er vitað um afdrif tuga manna á brunasvæðum.


Tengdar fréttir

Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu

Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning.

Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum

Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×