Innlent

Þrjár lægðir á leiðinni til landsins

Eiður Þór Árnason skrifar
Í dag má reikna með vind og rigningu eða slyddu víða á landinu.
Í dag má reikna með vind og rigningu eða slyddu víða á landinu. Vísir/Vilhelm

Á Grænlandssundi er lægð á leið norðaustur sem færir okkur strekkingssuðvestanátt í dag með slydduéljum, en þurrt verður norðaustantil á landinu.Í kvöld nálgast svo næsta lægð og snýr vindur sér til austurs með slyddu eða rigningu. Seinni lægðin gengur yfir landið á morgun og mun vindur blása úr ýmsum áttum, norðlæg átt vestantil á landinu í nótt en suðlægari um landið vestanvert, er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni.Í dag má rekna með suðvestanátt, víða 10 til 15 metrum á sekúndu en heldur hvassari vindur norðvestantil á landinu. Slydduél eða él en bjart með köflum um landið norðaustanvert. Lægir og styttir upp í kvöld. Reikna má með umhleypingum næstu daga.Í nótt gengur svo í austan 8 til 15 metra á sekúndu með rigningu eða slyddu, fyrst syðst. Norðan 8 til 15 í fyrramálið á vesturhelmingi landsins, annars hægari breytileg átt og styttir upp norðaustanlands. Hiti 1 til 5 stig en kringum frostmark á morgun.Síðdegis á morgun er lægðin komin norður fyrir landið og vindur orðinn vestlægari og gengur á með éljum, en þurrt og slær í storm á austanverðu landinu. Seint annað kvöld nálgast svo þriðja lægðin og fer vindur aftur að snúa sér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.