Enski boltinn

Enskir miðlar segja United vera bjóða 45 milljónir punda og Jes­se Lingard í Maddi­son

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maddison í leik með Leicester.
Maddison í leik með Leicester. vísir/getty

Nokkrir enskir miðlar greina frá því í morgun að Manchester United sé að undirbúa tilboð í James Maddison, leikmann Leicester.

Maddison hefur verið frábær í liði Leicester á leiktíðinni en þessi 23 ára gamli miðjumaður hefur skorað sex mörk og lagt upp þrjú í liði Leicester á leiktíðinni.

Liðið er í 2. sæti deildarinnar og nú vill Ole Gunnar Solskjær fá Englendinginn til liðs við sig.







Talið er að United sé tilbúið að borga 45 milljónir punda fyrir Maddison og láta Jesse Lingard fara til Leicester en Lingard náði sér engan veginn á strik á síðasta ári.

Hann skoraði ekki mark né lagði upp í enska boltanum á árinu 2019 og nú vilja United menn losa sig við þennan uppalda leikmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×