Erlent

Tala látinna í Kambódíu fer hækkandi

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi í Kep.
Frá vettvangi í Kep. AP/KEP

Björgunaraðgerðum hefur verið hætt við rústir sjö hæða gistiheimilis sem var í byggingu í kambódíska strandbænum Kep en húsið hrundi á föstudag á meðan að iðnaðarmenn voru að störfum.

23 hafa verið fluttir slasaðir á sjúkrahús en í fyrstu var greint frá að 10 hafi fundist látnir í rústum byggingarinnar. Tala látinna hefur hins vegar farið hækkandi því Reuters greinir frá að 36 hafi látist í slysinu, þar af sex börn en ekki liggur ljóst fyrir af hverju börnin voru stödd á iðnaðarsvæðinu.

Eigendur byggingarinnar hafa verið handteknir en forsætisráðherra Kambódíu segir að enginn opinber starfsmaður sé í hættu um að missa starf sitt vegna málsins. „Byggingar hrynja ekki bara hér í Kambódíu. Þetta gerist annars staðar líka, þar á meðal í Bandaríkjunum, sagði Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu á blaðamannafundi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×