Indverskir stúdentar mótmæla árás á háskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2020 19:18 Stúdentafélagið ABVP hefur verið sakað um að bera ábyrgð á árásinni. epa/STR Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst fjörutíu stúdentar og starfsfólk Jawaharlal Nehru háskólans var lagt inn á sjúkrahús vegna áverka sem það hlaut í árásinni. Myndbönd af árásinni dreifðust fljótt með forritinu WhatsApp og voru þau svo sýnd í sjónvarpi og ullu mikill reiði almennings. Mótmæli eru nú í gangi í borgunum Chandigarh, Bangalore, Mumbai og Hyderabad auk höfuðborgarinnar Delhi. Indverskir stúdentar söfnuðust víða saman til að mótmæla árásinni.EPA/JAGADEESH NV JNU háskólinn hefur lengi verið tengdur vinstri sinnuðum róttæklingum og hafa einhverjir stúdentar við háskólann kennt félagi hægrisinnaðra stúdenta við skólann, sem hefur tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata, um árásina. Félagið hefur neitað tengslum við árásina og segir vinstri sinnaða aðgerðarsinna ábyrga fyrir henni. Þá segist lögreglan hafa borið kennsl á einhverja árásarmannanna. Hins vegar hafa margir mótmælendur sakað lögreglu um að hafa brugðist of hægt við árásinni. Viðbragðsaðilar sagðir hafa staðið hjá Um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi hóf hópur grímuklæddra manna auk minnst einnar konu árás á stúdenta við JNU háskólann. Vitni segja að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir steinum, prikum og járnteinum. „Steinarnir voru það stórir að þeir hefðu getað brotið í okkur höfuðkúpurnar,“ sagði Atul Sood, prófessor við skólann, í samtali við indversku sjónvarpsstöðina NDTC. „Ég datt og þegar ég stóð upp sá ég að bílarnir fyrir framan mig voru illa farnir.“ „Hættið að breyta háskólasvæðum í stríðssvæði“ stendur á skilti þessa mótmælenda.epa/JAGADEESH NV Í einu myndbandinu sem náðist sást forseti stúdentaráðsins með blæðandi höfuðsár. Sood sagði að um 50 kennarar og 200 nemendur sem eru mótfallnir hækkandi leigugjalds á stúdentagörðunum höfðu verið á fundi um málið í skólanum þegar árásin hófst. Þá hafa margir gagnrýnt viðbrögð lögreglu og annarra viðbragðsaðila. Amit Thorat, kennari í hagfræði við skólann, sagði í samtali við Reuters að klukkutími hafi liðið frá því að hann hringdi sitt fyrsta símtal í neyðarlínuna þar til lögregla kom á staðinn. Þá talaði Reuters við nærri tug sjónarvotta sem halda því fram að lögreglan hafi staðið hjá en hafi ekkert gert þegar hún kom á staðinn. Ásakanir fljúga milli vinstri- og hægrisinnaðra stúdenta Enn er ekki vitað hver ber ábyrgð á árásinni eða hver ástæða hennar sé. Stúdentarnir sem voru á húsnæðisfundinum kenna stúdentafélagsins Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP) fyrir árásina, en það er félag hægrisinnaðra stúdenta með tengsl við BJP flokkinn. Durgesh Kumar, formaður ABVP, segir að meðlimir félagsins hafi verið fórnarlömb og að einhverjir þeirra hafi slasast. Háskólinn gaf út yfirlýsingu þar sem hópi stúdenta var kennt um árásina sem eru mótfallnir því að nýir nemendur séu skráðir í skólann. Margir telja að þar sé vísað í vinstrisinnaða nemendur sem hafa mótmælt hækkandi húsnæðisgjöldum. Indland Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst fjörutíu stúdentar og starfsfólk Jawaharlal Nehru háskólans var lagt inn á sjúkrahús vegna áverka sem það hlaut í árásinni. Myndbönd af árásinni dreifðust fljótt með forritinu WhatsApp og voru þau svo sýnd í sjónvarpi og ullu mikill reiði almennings. Mótmæli eru nú í gangi í borgunum Chandigarh, Bangalore, Mumbai og Hyderabad auk höfuðborgarinnar Delhi. Indverskir stúdentar söfnuðust víða saman til að mótmæla árásinni.EPA/JAGADEESH NV JNU háskólinn hefur lengi verið tengdur vinstri sinnuðum róttæklingum og hafa einhverjir stúdentar við háskólann kennt félagi hægrisinnaðra stúdenta við skólann, sem hefur tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata, um árásina. Félagið hefur neitað tengslum við árásina og segir vinstri sinnaða aðgerðarsinna ábyrga fyrir henni. Þá segist lögreglan hafa borið kennsl á einhverja árásarmannanna. Hins vegar hafa margir mótmælendur sakað lögreglu um að hafa brugðist of hægt við árásinni. Viðbragðsaðilar sagðir hafa staðið hjá Um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi hóf hópur grímuklæddra manna auk minnst einnar konu árás á stúdenta við JNU háskólann. Vitni segja að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir steinum, prikum og járnteinum. „Steinarnir voru það stórir að þeir hefðu getað brotið í okkur höfuðkúpurnar,“ sagði Atul Sood, prófessor við skólann, í samtali við indversku sjónvarpsstöðina NDTC. „Ég datt og þegar ég stóð upp sá ég að bílarnir fyrir framan mig voru illa farnir.“ „Hættið að breyta háskólasvæðum í stríðssvæði“ stendur á skilti þessa mótmælenda.epa/JAGADEESH NV Í einu myndbandinu sem náðist sást forseti stúdentaráðsins með blæðandi höfuðsár. Sood sagði að um 50 kennarar og 200 nemendur sem eru mótfallnir hækkandi leigugjalds á stúdentagörðunum höfðu verið á fundi um málið í skólanum þegar árásin hófst. Þá hafa margir gagnrýnt viðbrögð lögreglu og annarra viðbragðsaðila. Amit Thorat, kennari í hagfræði við skólann, sagði í samtali við Reuters að klukkutími hafi liðið frá því að hann hringdi sitt fyrsta símtal í neyðarlínuna þar til lögregla kom á staðinn. Þá talaði Reuters við nærri tug sjónarvotta sem halda því fram að lögreglan hafi staðið hjá en hafi ekkert gert þegar hún kom á staðinn. Ásakanir fljúga milli vinstri- og hægrisinnaðra stúdenta Enn er ekki vitað hver ber ábyrgð á árásinni eða hver ástæða hennar sé. Stúdentarnir sem voru á húsnæðisfundinum kenna stúdentafélagsins Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP) fyrir árásina, en það er félag hægrisinnaðra stúdenta með tengsl við BJP flokkinn. Durgesh Kumar, formaður ABVP, segir að meðlimir félagsins hafi verið fórnarlömb og að einhverjir þeirra hafi slasast. Háskólinn gaf út yfirlýsingu þar sem hópi stúdenta var kennt um árásina sem eru mótfallnir því að nýir nemendur séu skráðir í skólann. Margir telja að þar sé vísað í vinstrisinnaða nemendur sem hafa mótmælt hækkandi húsnæðisgjöldum.
Indland Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira