Enski boltinn

Stór­liðin fá flest þægi­leg verk­efni í fjórðu um­ferð bikarsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og lærisveinar heimsækja Bristol eða Shrewsbury.
Klopp og lærisveinar heimsækja Bristol eða Shrewsbury. vísir/getty

Dregið var í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag en nokkrir áhugaverðir leikir verða í 32-liða úrslitunum.

Flest stórliðin voru nokkuð heppinn með drætti. Vinni Man. United endurtekinn leik gegn Wolves þá mæta þeir annað hvort Watford eða Tranmere.

Ríkjandi meistarar í Manchester City fá Fulham í heimsókn og Liverpool heimsækir annað hvort Bristol eða Shrewsbury.

Chelsea heimsækir Hull og hafi Arsenal betur gegn Leeds í kvöld mun liðið mæta Bournemouth.







Alla leikina í 32-liða úrslitunum má sjá hér að neðan en leikirnir fara fram frá 24. til 27. janúar.

Leikirnir í 32-liða úrslitunum:

Watford/Tranmere - Wolves/Man Utd

Hull - Chelsea

Southampton - Middlesbrough/Tottenham

QPR - Sheffield Wednesday

Bournemouth - Arsenal/Leeds

Northampton - Derby County

Brentford - Leicester

Millwall - Sheffield United

Reading/Blackpool - Cardiff/Carlisle

West Ham - West Brom

Burnley - Norwich

Bristol Rovers/Coventry - Birmingham

Man City - Fulham

Rochdale/Newcastle - Oxford Utd

Portsmouth - Barnsley

Bristol City/Shrewsbury - Liverpool




Fleiri fréttir

Sjá meira


×