Enski boltinn

Sportpakkinn: Guardiola ánægður með að Ole Gunnar vilji brosa svona mikið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Solskjær er brosmildur.
Solskjær er brosmildur. vísir/getty

Manchester liðin spila í kvöld fyrri undanúrslitaleik sinn í enska deildabikarnum en Pep Guardiola var spakur á blaðamannafundi fyrir leikinn. Guðjón Guðmundsson skoðaði leik kvöldsins og það sem Spánverjinn sagði um kollega sinn í United á fundinum.

Manchester City hefur titil að verja í keppninni en það var Manchester United sem hafði betur í deildarleik liðanna í desember.

Manchester City hefur stolið senunni af nágrönnum sínum í United síðustu ár eða síðan Sir Alex Ferguson lét af störfum árið 2013.

Manchester United vann enska deildabikarinn síðast árið 2017 .

Manchester City liðið hefur ekki tapað í fimmtán leikjum í röð í deildabikarnum eða síðan að liðið tapaði 1-0 fyrir nágrönnum sínum í United 1-0 í fjórðu umferðinni árið 2016.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hafði þetta að segja um hinn brosmikla og viðkunnalega knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær:

„Ole er bara sá sem hann er. Ef hann vill brosa þá er það bara fullkomið. Ef hann vill nálgast liðið sitt á þennan hátt af hverju ætti hann að breyta því? Allir eru eins og þeir eru. Sumir vilja tjá sig mikið en aðrir eru rólegir og meira til baka,“ sagði Pep Guardiola.

„Sumir eru alltaf að öskra eitthvað á hliðarlínunni en aðrir sitja allan tímann. Sá sem er betri er sá sem vann um síðustu helgi. Það er besti knattspyrnustjórinn. Ef þú vilt bregðast svona vel þá er það fullkomið,“ sagði Guardiola.

Það má sjá frétt Gaupa um leikinn í kvöld með þessu viðtali við Spánverjann.

Leikur Manchester United og Manchester City á Old Trafford hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Klippa: Sportpakkinn: Solskjær á að halda áfram að brosa

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×