Enski boltinn

„Rashford myndi skora 40 mörk á tímabili hjá City“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rashford skorar eina mark United gegn City.
Rashford skorar eina mark United gegn City. vísir/getty

Micah Richards segir að Marcus Rashford myndi skora 40 mörk á tímabili ef hann léki með Manchester City en ekki Manchester United.

Rashford skoraði sitt sautjánda mark á tímabilinu þegar United tapaði fyrir City, 1-3, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær.

Richards, sem varð Englandsmeistari með City 2012, segir að Rashford myndi skora enn fleiri mörk ef hann spilaði með meira skapandi leikmönnum en hjá United.

„Ég finn aðeins til með Rashford því hann myndi skora 40 mörk á tímabili með City. United eru góðir í skyndisóknum en stundum er það ekki nóg,“ sagði Richards á Sky Sports eftir leik Manchester-liðanna í gær.

„Líttu á miðjuna hjá City í samanburði við miðjuna hjá United. Mér finnst United of oft velja örugga kostinn og þeir virðast vera hræddir um að gera mistök. Fyrsta hugsun hjá miðjumönnum City er að koma boltanum fram á völlinn.“

City var mun sterkari aðilinn í leiknum á Old Trafford í gær og var 0-3 yfir í hálfleik. Rashford minnkaði muninn í 1-3 þegar 20 mínútur voru til leiksloka og þar við sat.

Seinni leikur Manchester-liðanna fer fram á Etihad 29. janúar.


Tengdar fréttir

Solskjær: Versti hálfleikur tímabilsins

Manchester United gat þakkað fyrir að tapa bara 3-1 á heimavelli í gærkvöldi í fyrri undanúrslitaleik sínum á móti Manchester City í enska deildabikarnum og knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var heldur ekkert að fegra hlutina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×