Innlent

Skutluðu ferðamönnunum á Malarhöfða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ferðamennirnir stíga út úr björgunarsveitarbíl við Malarhöfða. Nokkur börn eru í hópnum.
Ferðamennirnir stíga út úr björgunarsveitarbíl við Malarhöfða. Nokkur börn eru í hópnum. Vísir/vilhelm

Hluti af ferðamannahópnum, sem lenti í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gærkvöldi, komu í húsnæði Hjálparsveitar skáta á Malarhöfða í Reykjavík nú á tólfta tímanum. Ferðamönnunum verður því næst komið á hótel sín hér í borginni.

Um fimmtán ferðamönnum var ekið að Malarhöfða í björgunarsveitarbíl en ekki hafa fengist upplýsingar um það hvar hinir ferðamennirnir eru niðurkomnir. Farið var með allan hópinn, sem taldi 39 ferðamenn og tíu leiðsögumenn, í rútum frá fjöldahjálparstöðinni á Gullfossi og til höfuðborgarinnar snemma í morgun.

Jón Grétar Guðmundsson, aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum sem hafði umsjón með fjöldahjálparstöðinni, sagði í samtali við Vísí í morgun að hópurinn hafi verið fjölbreyttur, af nokkrum þjóðernum og á öllum aldri – sá yngsti sex ára. 

Enginn ferðamannanna slasaðist alvarlega í vélsleðaferðinni. Líðan hópsins hefur þó verið eftir atvikum en fólkið var margt í áfalli, kalt, blautt og þrekað eftir atburði gærdagsins og næturinnar þegar það kom að Gullfossi í morgun.

Fólkið er þrekað eftir atburði næturinnar.Vísir/vilhelm
Björgunarsveitarmenn aðstoða börn út úr bílnum við Malarhöfða.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×