Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 08:12 Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi. Landsbjörg Uppfært 09:43: Verið er að flytja ferðamennina frá fjöldahjálparstöðinni við Gullfoss til Reykjavíkur. Allir ferðamennirnir, sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær, voru um áttaleytið komnir í fjöldahjálparstöðina við Gullfoss. Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum segir í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir klukkan átta í morgun að síðustu ferðamennirnir séu að koma í hús í Gullfosskaffi. Hann segir alla í nokkuð góðu ástandi. „Ástand [fólksins] er eftir atvikum. Það er þreytt, búið að vera úti síðan um hádegi í gær. Mikil þreyta í fólki og að sjálfsögðu í töluverðu áfalli yfir þessu.“ Sálrænn stuðningur og fataúthlutun Ferðamennirnir eru á öllum aldri en nokkur börn eru í hópnum, það yngsta sex ára gamalt. Starfsfólk Rauða krossins, auk heilbrigðisstarfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og lögreglu, tekur á móti fólkinu og sinnir m.a. sálrænum stuðningi, að sögn Jóns Grétars. „Við komum líka með fataúthlutun úr fatasöfnunarverkefni Rauða krossins og veitum þeim upplýsingagjöf, veitingar og eftirfylgni.“ Þá verði fólkið nú aðstoðað við að komast á dvalarstaði sína á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að undirbúa flutninga í bæinn, björgunarsveitir og aðgerðastjórn og samhæfingarmiðstöð eru að vinna í því að koma þeim í bæinn. Við erum í rauninni fyrsta stopp núna, að bráðaflokka og fara með fólk í viðtal hjá greiningarsveit HSU.“ Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi sem birt var klukkan átta segir að nokkur fjöldi björgunarmanna sé enn á leið af fjöllum. Slæmt veður og færð tefji för þeirra. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Um 300 manns á 57 tækjum tóku þátt í aðgerðum í aftakaveðri. Þá var virkjuð aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi og Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra.Fréttin hefur verið uppfærð. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Uppfært 09:43: Verið er að flytja ferðamennina frá fjöldahjálparstöðinni við Gullfoss til Reykjavíkur. Allir ferðamennirnir, sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær, voru um áttaleytið komnir í fjöldahjálparstöðina við Gullfoss. Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum segir í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir klukkan átta í morgun að síðustu ferðamennirnir séu að koma í hús í Gullfosskaffi. Hann segir alla í nokkuð góðu ástandi. „Ástand [fólksins] er eftir atvikum. Það er þreytt, búið að vera úti síðan um hádegi í gær. Mikil þreyta í fólki og að sjálfsögðu í töluverðu áfalli yfir þessu.“ Sálrænn stuðningur og fataúthlutun Ferðamennirnir eru á öllum aldri en nokkur börn eru í hópnum, það yngsta sex ára gamalt. Starfsfólk Rauða krossins, auk heilbrigðisstarfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og lögreglu, tekur á móti fólkinu og sinnir m.a. sálrænum stuðningi, að sögn Jóns Grétars. „Við komum líka með fataúthlutun úr fatasöfnunarverkefni Rauða krossins og veitum þeim upplýsingagjöf, veitingar og eftirfylgni.“ Þá verði fólkið nú aðstoðað við að komast á dvalarstaði sína á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að undirbúa flutninga í bæinn, björgunarsveitir og aðgerðastjórn og samhæfingarmiðstöð eru að vinna í því að koma þeim í bæinn. Við erum í rauninni fyrsta stopp núna, að bráðaflokka og fara með fólk í viðtal hjá greiningarsveit HSU.“ Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi sem birt var klukkan átta segir að nokkur fjöldi björgunarmanna sé enn á leið af fjöllum. Slæmt veður og færð tefji för þeirra. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Um 300 manns á 57 tækjum tóku þátt í aðgerðum í aftakaveðri. Þá var virkjuð aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi og Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra.Fréttin hefur verið uppfærð.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00