Enski boltinn

Allegri vill stjóra­starfið á Old Traf­ford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Allegri brosir og er klár í slaginn.
Allegri brosir og er klár í slaginn. vísir/getty

Massimiliano Allegri, fyrrum stjóri Juventus, hefur mikinn áhuga á stjórastarfinu hjá Manchester United.

Þessi 52 ára gamli stjóri hefur verið án starfs síðar í sumar er hann hætti með Juventus í sumar en þá vann hann sinn fimmta deildartitil í röð.

Daily Mail greinir frá því að Allegri hafi ekki viljað taka störf sem honum hafi boðast því hann hafi mikinn áhuga á því að taka við Manchester United.







Arsenal er talið hafa haft samband við Allegri í síðasta mánuði eftir að Unai Emery var rekinn en Mikel Arteta var svo ráðinn stjórinn.

Ole Gunnar Solskjær er undir stöðugri pressu á Old Trafford og hún jókst eftir afhroðið gegn Manchester City í enska deildarbikarnum fyrr í vikunni.

Untied hefur einungis unnið tvo af síðustu sex leikjum en Allegri hefur verið að læra ensku að undanförnu að sögn erlendra miðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×