Innlent

Jón Atli áfram rektor

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jón Atli hefur gegnt embætti rektors síðan 2015.
Jón Atli hefur gegnt embætti rektors síðan 2015. Kristinn Ingvarsson

Háskólaráð samþykkti í dag á fundi sínum að tilnefna Jón Atla Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og núverandi rektor, til áframhaldandi setu embættis rektors til næstu fimm ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Jón Atli hefur gegnt embætti rektors frá árinu 2015.

Embættið var auglýst laust til umsóknar í desember og umsóknarfrestur rann út 3. janúar síðastliðinn. Jón Atli sótti einn um embættið.

Í tilkynningu frá háskólanum kemur fram að sérstök undirnefnd háskólaráðs meti hvort umsækjendur um starf rektors uppfylli sett skilyrði um embættisgengi. Háskólaráð hafi síðan á fundi sínum í dag ákveðið að rita mennta- og menningarmálaráðherra bréf og tilnefna Jón Atla sem rektor Háskóla Íslands fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×