Erlent

Banna leiguflug milli Bandaríkjanna og Kúbu

Andri Eysteinsson skrifar
Frá José Marti flugvellinum í kúbversku höfuðborginni Havana.
Frá José Marti flugvellinum í kúbversku höfuðborginni Havana. Getty/NurPhoto

Bandaríkjastjórn hefur bannað öll leiguflug frá landinu til eyríkisins Kúbu í Karíbahafi og setur þar með enn meiri þrýsting á ríkisstjórn Raúl Castro.

„Castro-stjórnin notar ferðamannaiðnaðinn til þess að borga afskipti og brot hennar í Venesúela,“ tísti bandaríski utanríkisráðherrann Mike Pompeo í dag.

Fyrirrennari Bandaríkjaforseta í starfi, Barack Obama, leysti örlítið úr flækjunni milli Washington og Havana í stjórnartíð sinni og hófust flugsamgöngur milli ríkjanna aftur árið 2016 eftir hálfrar aldar hlé. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur þó dregið úr tilraununum til að ná góðu sambandi við Kúbu og bannaði í fyrra allt skipulagt farþegaflug milli ríkjanna.

Þó hafði leiguflug verið leyft en nú er loku fyrir það skotið. BBC greinir frá því að bannið taki gildi á afmælisdegi Fidel Castro, fyrrum leiðtoga Kúbu 13. október næstkomandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×