Erlent

Skikka ferðalanga frá Frakklandi og Hollandi í sóttkví

Andri Eysteinsson skrifar
Samgönguráðherra Bretlands, Grant Shapps, greindi frá á Twitter síðu sinni.
Samgönguráðherra Bretlands, Grant Shapps, greindi frá á Twitter síðu sinni. Getty/PA Images

Á meðan að Bretar vinna nú að því að koma samfélaginu í samt horf eftir sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hafa þarlend stjórnvöld ákveðið að taka sex ríki af lista yfir örugg lönd.

Þurfa ferðalangar frá Frakklandi, Hollandi, Möltu, Mónakó og Karíbahafseyjunum Arúba og Turks- og Caicoseyjum að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands. Hefur faraldrinum vaxið ásmegin í ríkjunum sex á undanförnum vikum.

Samgönguráðherra Bretlands, Grant Shapps, greindi frá ákvörðun stjórnvalda í dag og sagði hana taka gildi á laugardag en Reuters greinir frá

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, minnti þá samlanda sína á það í dag að þrátt fyrir að slakað yrði á aðgerðum vegna veirunnar verði enn refsað fyrir brot gegn sóttvarnarreglum og að stjórnvöld myndu ekki hika við að setja á frekari takmarkanir að nýju.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×