Íslenski boltinn

FH leikur í Kapla­krika gegn Duna­j­ská

Anton Ingi Leifsson skrifar
FH spilar í Kaplakrikanum í lok ágúst, en þó verða ekki áhorfendur á pöllunum.
FH spilar í Kaplakrikanum í lok ágúst, en þó verða ekki áhorfendur á pöllunum. vísir/bára

FH mun leika heimaleik sinn gegn Dunajská Streda í forkeppni Evrópudeildarinnar á heimavelli.

Þetta staðfesti Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Vísi í hádeginu.

Óvíst var hvort að FH gæti leikið á heimavelli vegna skilyrða um sóttkví og kórónuveiruprófanir en nú hefur það verið staðfest.

Valdimar sagði í samtali við Vísi í dag að þetta væri nú staðfest eftir mikil fundarhöld, eins og staðan er núna.

Það verða þó engir áhorfendur á vellinum því í forkeppni Evrópukeppnanna tveggja eru áhorfendur bannaðir.

Leikur FH og Dunajská Streda fer því fram í Kaplakrika þann 27. ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.