Erlent

Kölluðu Trump „vælu­kjóa“

Atli Ísleifsson skrifar
Joe Biden og Kamala Harris á fundi í gær.
Joe Biden og Kamala Harris á fundi í gær. AP

Joe Biden forsetaframbjóðandi Demókrata fyrir komandi kosningar í Bandaríkjunum kom fram á blaðamannafundi í nótt með Kamölu Harris, varaforsetaefni sínu í fyrsta sinn síðan hann tilkynnti um valið á Harris.

Í ræðum síðum gagnrýndu þau Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega og kölluðu hann meðal annars vælukjóa.

Biden sagði að Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir vali sem muni hafa áhrif á þjóðina í langan tíma. Hann átaldi Trump fyrir léleg tök á kórónuveirufaraldrinum, fyrir afstöðu hans í loftslagsmálum og fyrir það sem Biden kallar rasíska umræðu sem kyndi undir klofningi hjá þjóðinni.

Kamala Harris fór síðan í pontu og sagðist reiðubúin til aðvinna fyrir þjóð sína og sagði að þjóðin kalli nú á sterkan leiðtoga, en sitji uppi með forseta sem hafi meiri áhuga á sjálfum sér heldur en fólkinu sem kaus hann til forystu.

Fundurinn fór fram í Delaware, heimaríki Biden, og var hann ekki opinn almenningi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.