Innlent

Hand­teknir þegar þeir áttu að vera í sótt­kví

Sylvía Hall skrifar
Fimmtíu mál komu á borð lögreglu frá klukkan 11 til 17 í dag.
Fimmtíu mál komu á borð lögreglu frá klukkan 11 til 17 í dag. Vísir/vilhelm

Tveir einstaklingar voru handteknir um hádegisbil í dag grunaðir um fjársvik. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að báðir aðilar málsins áttu að vera í sóttkví þegar þeir voru handteknir.

Þetta er á meðal þeirra fimmtíu mála sem lögregla sinnti milli klukkan 11 og 17 í dag, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar. Á sama tímabili var lögregla kölluð til vegna fimm þjófnaðarmála.

Þá var lögregla kölluð út vegna manns sem hafði verið að ónáða fólk í austurborginni. Þegar lögreglu bar að garði hafði maðurinn yfirgefið vettvang.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×