Íslenski boltinn

Segja Atla Hrafn á leið í Breiða­blik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli Hrafn skorar fyrir Víking á síðustu leiktíð.
Atli Hrafn skorar fyrir Víking á síðustu leiktíð. vísir/daníel þór

Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason greindi frá því á Twitter-síðu sinni í morgun að Atli Hrafn Andrason væri á leið í Breiðablik.

Atli Hrafn er samningsbundinn Víkingi en núverandi samningur hans við Víkinga rennur út í haust.

Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkinga, sagði í samtali við Fótbolti.net að ekkert væri frágengið.

„Þetta er í kortunum en er ekki frágengið. Þeir hafa lýst yfir áhuga á honum og þetta er galopið," sagði Haraldur við Fótbolta.net í dag.

Atli Hrafn hefur leikið með Víkingum frá árinu 2018 er hann snéri heim úr atvinnumennsku.

Hann hefur leikið sjö leiki í Pepsi Max-deildinni á þessari leiktíð og skorað eitt mark.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.