Erlent

Pútín: Gefa grænt ljós á bólu­efni og hefja fjölda­fram­leiðslu

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni sem þróað var í Rússlandi, og nú standi til að hefja fjöldaframleiðslu á efninu.

Forsetinn greindi frá þessu í morgun. Sömuleiðis segir hann að önnur dóttir sín hafi verið í hópi þeirra sem fyrst hafi verið bólusett gegn veirunni. Henni liði vel.

AP segir frá því að Pútín hafi greint frá þessu á ríkisstjórnarfundi í morgun. Sagði hann ítarlegar rannsóknir á efninu hafa verið framkvæmdar.

Rússnesk yfirvöld segja að heilbrigðisstarfsmenn, kennarar og fólk í áhættuhópi verði fyrst til að verða bólusettir.

Rússland er fyrsta landið til að skrá bóluefni gegn kórónuveirunni, en í frétt AP segir að margir vísindamenn, bæði í Rússlandi og annars staðar, hafi verið með efasemdir þar sem yfirleitt þurfi umfangsmeiri prófanir sem ná til fleiri og yfir lengri tíma, áður en bóluefni er skráð.


Tengdar fréttir

Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa

Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×