Erlent

Franskir ferðamenn meðal látinna í árás í Níger

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ferðamennirnir voru í skoðunarferð til að sjá villta gíraffa.
Ferðamennirnir voru í skoðunarferð til að sjá villta gíraffa. Getty

Árásarmenn vopnaðir byssum réðust á hóp ferðamanna sem voru í náttúruskoðun í Níger. Sex franskir ferðamenn, nígerskur bílstjóri og leiðsögumaður voru drepnir í árásinni.

Árásarmennirnir óku upp að hópnum á mótorhjólum og skutu á færi að sögn Tidjani Ibrahim ríkisstjóra Tillabérí héraðsins í Níger. Rætt var við hann hjá frönsku fréttaveitunni AFP.

Ferðamennirnir voru staddir í Koure héraði sem er vinsælt meðal túrista sem vilja sjá síðustu villtu gíraffahjarðirnar í Vestur-Afríku. Ekki er vitað hverjir standa baki árásinni.

Frönsk yfirvöld hafa varað fólk við því að ferðast til stórs hluta landsins sem er fyrrum nýlenda Frakklands. Ekki sé öruggt að ferðast utan höfuðborgarinnar Niamey.

Fjöldi vígasamtaka er virkur á svæðinu, þar á meðal Boko Haram, og fleiri ofbeldisfullir hópar sem hafa tengsl við al Qaeda og hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Hóparnir hafa verið í miklum uppgangi í Sahel héraði Níger.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.