Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2020 11:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur beðið stjórnvöld um að gera upp hvaða fjárhagslegu afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa. Vísir/Vilhelm Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi fólks vinni fulla vinnu, frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar við að svara undanþágubeiðnunum. „Þetta er mest íþyngjandi vinnan núna, allar þessar undanþágubeiðnir, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um tvenns konar beiðnir sé að ræða. Annars vegar fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök sem vilji gera vel og vilji máta sig við reglurnar. Hins vegar þeir sem vilji fá undanþágu. „Þeir sem telja þetta ekki eiga alveg við sig,“ sagði Þórólfur. „Það er skiljanlegt því þetta er mikið fjárhagslegt spursmál fyrir marga.“ Þrátt fyrir þetta sé það hlutverk Almannavarna að koma fólki í skilning um að fengist sé við alvarlega hluti á þessum tímum. „Okkar tilmæli hafa verið tiltölulega einföld finnst mér. En síðan rignir yfir okkur beiðnum um undanþágu.“ Kári vill loka landinu Þórólfur segir jafnframt að ekki megi gleyma því að landinu var aldrei lokað. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einnig í þættinum og sagði hann meðal annars að hann vildi helst loka landinu alveg til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Það væri að hans mati vænlegasta lausnin. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig,“ svaraði Þórólfur þá aðspurður hvert hans mat væri. Ef landinu yrði lokað og allir sem kæmu hingað væru sendir í sóttkví myndi samt sem áður rigna inn beiðnum um undanþágur. „Það er mikil starfsemi hér innanlands [sem] byggir á erlendu vinnuafli af mörgum toga. Mér sýnist mörg starfsemi byggja á því.“ „Þá getur gerst það sem er að gerast núna að það kemur einn einstaklingur inn með eina veiru sem nær að grafa um sig þannig að ég held að við verðum núna áfram, sama hvað við gerum, við getum minnkað áhættuna á landamærunum með því sem við gerum,“ sagði Þórólfur og nefndi skimunina. Þá telur hann að veiran muni vera hluti af okkar veruleika næstu mánuðina og jafnvel árin, þar til endanleg lausn er komin á vandann eins og til dæmis bóluefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Sprengisandur Tengdar fréttir Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Þrjú ný smit greindust innanlands Þrjú ný smit greindust innanlands í gær. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótefnamælingar er beðið. 9. ágúst 2020 11:04 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi fólks vinni fulla vinnu, frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar við að svara undanþágubeiðnunum. „Þetta er mest íþyngjandi vinnan núna, allar þessar undanþágubeiðnir, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um tvenns konar beiðnir sé að ræða. Annars vegar fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök sem vilji gera vel og vilji máta sig við reglurnar. Hins vegar þeir sem vilji fá undanþágu. „Þeir sem telja þetta ekki eiga alveg við sig,“ sagði Þórólfur. „Það er skiljanlegt því þetta er mikið fjárhagslegt spursmál fyrir marga.“ Þrátt fyrir þetta sé það hlutverk Almannavarna að koma fólki í skilning um að fengist sé við alvarlega hluti á þessum tímum. „Okkar tilmæli hafa verið tiltölulega einföld finnst mér. En síðan rignir yfir okkur beiðnum um undanþágu.“ Kári vill loka landinu Þórólfur segir jafnframt að ekki megi gleyma því að landinu var aldrei lokað. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einnig í þættinum og sagði hann meðal annars að hann vildi helst loka landinu alveg til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Það væri að hans mati vænlegasta lausnin. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig,“ svaraði Þórólfur þá aðspurður hvert hans mat væri. Ef landinu yrði lokað og allir sem kæmu hingað væru sendir í sóttkví myndi samt sem áður rigna inn beiðnum um undanþágur. „Það er mikil starfsemi hér innanlands [sem] byggir á erlendu vinnuafli af mörgum toga. Mér sýnist mörg starfsemi byggja á því.“ „Þá getur gerst það sem er að gerast núna að það kemur einn einstaklingur inn með eina veiru sem nær að grafa um sig þannig að ég held að við verðum núna áfram, sama hvað við gerum, við getum minnkað áhættuna á landamærunum með því sem við gerum,“ sagði Þórólfur og nefndi skimunina. Þá telur hann að veiran muni vera hluti af okkar veruleika næstu mánuðina og jafnvel árin, þar til endanleg lausn er komin á vandann eins og til dæmis bóluefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Sprengisandur Tengdar fréttir Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Þrjú ný smit greindust innanlands Þrjú ný smit greindust innanlands í gær. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótefnamælingar er beðið. 9. ágúst 2020 11:04 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53
Þrjú ný smit greindust innanlands Þrjú ný smit greindust innanlands í gær. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótefnamælingar er beðið. 9. ágúst 2020 11:04
Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?