Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2020 11:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur beðið stjórnvöld um að gera upp hvaða fjárhagslegu afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa. Vísir/Vilhelm Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi fólks vinni fulla vinnu, frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar við að svara undanþágubeiðnunum. „Þetta er mest íþyngjandi vinnan núna, allar þessar undanþágubeiðnir, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um tvenns konar beiðnir sé að ræða. Annars vegar fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök sem vilji gera vel og vilji máta sig við reglurnar. Hins vegar þeir sem vilji fá undanþágu. „Þeir sem telja þetta ekki eiga alveg við sig,“ sagði Þórólfur. „Það er skiljanlegt því þetta er mikið fjárhagslegt spursmál fyrir marga.“ Þrátt fyrir þetta sé það hlutverk Almannavarna að koma fólki í skilning um að fengist sé við alvarlega hluti á þessum tímum. „Okkar tilmæli hafa verið tiltölulega einföld finnst mér. En síðan rignir yfir okkur beiðnum um undanþágu.“ Kári vill loka landinu Þórólfur segir jafnframt að ekki megi gleyma því að landinu var aldrei lokað. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einnig í þættinum og sagði hann meðal annars að hann vildi helst loka landinu alveg til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Það væri að hans mati vænlegasta lausnin. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig,“ svaraði Þórólfur þá aðspurður hvert hans mat væri. Ef landinu yrði lokað og allir sem kæmu hingað væru sendir í sóttkví myndi samt sem áður rigna inn beiðnum um undanþágur. „Það er mikil starfsemi hér innanlands [sem] byggir á erlendu vinnuafli af mörgum toga. Mér sýnist mörg starfsemi byggja á því.“ „Þá getur gerst það sem er að gerast núna að það kemur einn einstaklingur inn með eina veiru sem nær að grafa um sig þannig að ég held að við verðum núna áfram, sama hvað við gerum, við getum minnkað áhættuna á landamærunum með því sem við gerum,“ sagði Þórólfur og nefndi skimunina. Þá telur hann að veiran muni vera hluti af okkar veruleika næstu mánuðina og jafnvel árin, þar til endanleg lausn er komin á vandann eins og til dæmis bóluefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Sprengisandur Tengdar fréttir Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Þrjú ný smit greindust innanlands Þrjú ný smit greindust innanlands í gær. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótefnamælingar er beðið. 9. ágúst 2020 11:04 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi fólks vinni fulla vinnu, frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar við að svara undanþágubeiðnunum. „Þetta er mest íþyngjandi vinnan núna, allar þessar undanþágubeiðnir, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um tvenns konar beiðnir sé að ræða. Annars vegar fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök sem vilji gera vel og vilji máta sig við reglurnar. Hins vegar þeir sem vilji fá undanþágu. „Þeir sem telja þetta ekki eiga alveg við sig,“ sagði Þórólfur. „Það er skiljanlegt því þetta er mikið fjárhagslegt spursmál fyrir marga.“ Þrátt fyrir þetta sé það hlutverk Almannavarna að koma fólki í skilning um að fengist sé við alvarlega hluti á þessum tímum. „Okkar tilmæli hafa verið tiltölulega einföld finnst mér. En síðan rignir yfir okkur beiðnum um undanþágu.“ Kári vill loka landinu Þórólfur segir jafnframt að ekki megi gleyma því að landinu var aldrei lokað. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einnig í þættinum og sagði hann meðal annars að hann vildi helst loka landinu alveg til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Það væri að hans mati vænlegasta lausnin. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig,“ svaraði Þórólfur þá aðspurður hvert hans mat væri. Ef landinu yrði lokað og allir sem kæmu hingað væru sendir í sóttkví myndi samt sem áður rigna inn beiðnum um undanþágur. „Það er mikil starfsemi hér innanlands [sem] byggir á erlendu vinnuafli af mörgum toga. Mér sýnist mörg starfsemi byggja á því.“ „Þá getur gerst það sem er að gerast núna að það kemur einn einstaklingur inn með eina veiru sem nær að grafa um sig þannig að ég held að við verðum núna áfram, sama hvað við gerum, við getum minnkað áhættuna á landamærunum með því sem við gerum,“ sagði Þórólfur og nefndi skimunina. Þá telur hann að veiran muni vera hluti af okkar veruleika næstu mánuðina og jafnvel árin, þar til endanleg lausn er komin á vandann eins og til dæmis bóluefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Sprengisandur Tengdar fréttir Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Þrjú ný smit greindust innanlands Þrjú ný smit greindust innanlands í gær. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótefnamælingar er beðið. 9. ágúst 2020 11:04 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53
Þrjú ný smit greindust innanlands Þrjú ný smit greindust innanlands í gær. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótefnamælingar er beðið. 9. ágúst 2020 11:04
Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30