Enski boltinn

Sheffield United ódýrasta liðið í deildinni en samt ótrúlegur árangur

Ísak Hallmundarson skrifar
Chris Wilder náði ótrúlegum árangri með Sheffield United á tímabilinu sem var að ljúka.
Chris Wilder náði ótrúlegum árangri með Sheffield United á tímabilinu sem var að ljúka. getty/Alex Dodd

Leikmannahópur Sheffield United var sá ódýrasti í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni sem kláraðist í lok júlí. Þrátt fyrir það náðu nýliðarnir níunda sætinu með 54 stig og tapaði liðið aðeins tólf leikjum af 38. 

Leikmannahópur Burnley er þá einn þriggja minnst verðmætustu leikmannahópa ensku úrvalsdeildarinnar. Þrátt fyrir það endaði liðið í 10. sæti á nýafstaðinni leiktíð og náði í 54 stig.

Vefsíðan TransferMarkt heldur úti lista yfir verðmæti leikmannahóps allra liðanna í ensku úrvalsdeildinni. 

Manchester City og Liverpool eru þar í sérflokki en leikmenn þeirra eru metnir á yfir 900 milljónir punda. Chelsea er í þriðja sætinu með 750 milljónir punda og leikmenn Manchester United eru þeir fjórðu verðmætustu og eru þeir metnir á 687 milljónir punda. Athygli vekur að þetta er auðvitað liðin sem náðu Meistaradeildarsæti.

Leikmannahópur Sheffield United er ekki metinn nema á 114 milljónir punda. Til samanburðar kostar hópurinn hjá Everton sem endaði talsvert neðar í deildinni 370 milljónir punda. Hópurinn hjá West Ham sem var í fallbaráttu er metinn á 275 milljónir punda.

Þá er leikmannahópur Burnley eins og áður segir í þriðja neðsta sæti yfir þá verðmætustu og kostar hann 138 milljónir punda.

Hreint út sagt magnaður árangur hjá Chris Wilder, þjálfara Sheffield, og Sean Dyche, þjálfara Burnley, sem sýnir að það eru ýmsar leiðir til að ná úrslitum í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×