Erlent

Sextán látnir eftir slys á indverskum flugvelli

Kjartan Kjartansson skrifar
Flugvélin rann út af flugbrautinni í Calicut og hafnaði í dal þar sem hún brotnaði í tvennt.
Flugvélin rann út af flugbrautinni í Calicut og hafnaði í dal þar sem hún brotnaði í tvennt. Vísir/EPA

Að minnsta kosti sextán eru sagðir hafa farist þegar farþegaþota Air India Express rann út af flugbraut og brotnaði í tvennt í Calicut á sunnanverðu Indlandi í dag. Björgunarstarf stendur enn yfir á slysstað.

Flugvélin af gerðinni Boeing 737 var á leið frá Dúbaí með 191 um borð þegar henni hlekktist á við lendingu í borginni Calicut sem er einnig þekkt sem Kozhikode. MK Raghavan, þingmaður frá Calicut, segir að sextán manns að minnsta kosti hafi látið lífið. Yfirvöld segja að 35 hafi verið fluttir slasaðir á sjúkrahús. Búið er að koma flestum þeim sem voru um borð í vélinni úr henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Indversk stjórnvöld stóðu fyrir flugferðinni til þess að koma Indverjum sem voru fastir erlendis vegna kórónuveirufaraldursins heim. Alls flutti vélin 184 farþega, þar á meðal tíu börn, og sjö manna áhöfn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.