Erlent

Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong.
Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong. AP/Kim Cheung

Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 

Allar eignir þeirra í Bandaríkjunum verða frystar. Lam hefur áður sagst ekki óttast aðgerðir sem þessar, enda eigi hún engar eignir í Bandaríkjunum. 

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagðist stíga þetta skref þar sem Lam og aðrir embættismenn hefðu grafið undan sjálfsstjórn Hong Kong.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×