Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2020 16:39 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir segist taka fréttunum af yfirvegun. Aðsend Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. Hún, líkt og aðrir leikmenn kvennaliðs KR, fengu fregnirnar í dag eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna. Í samtali við Vísi segist Þórdís taka fréttunum af yfirvegun og ætlar að reyna að tækla þetta á jákvæðu nótunum líkt og áður. Það sé þó skrítin tilfinning að vera á leið í sóttkví enn einu sinni. Þórdís vinnur á spítala og fór þess vegna í sóttkví í byrjun mars þegar faraldurinn hófst hér á landi. Í seinna skiptið var hún skikkuð í sóttkví þegar kvennalið KR hafði spilað leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deild kvenna eftir að leikmaður Breiðabliks reyndist smitaður af veirunni. Í það skiptið fékk hún að vera í sóttkví með Láru Kristínu, liðsfélaga sínum í KR, og verður það sama uppi á teningnum núna. Að sögn Þórdísar var sá tími auðveldari en fyrsta sóttkvíin, en fleira hafi spilað þar inn í. „Það var eiginlega erfiðara í fyrra skiptið. Þá var svo mikil óvissa í samfélaginu og ég varð veik - en ég fór þá í test og var ekki með Covid.“ „Það geta allir í samfélaginu fengið þessa veiru“ „Þetta er ekkert það skemmtilegasta sem maður gerir. Ég er frekar mikil félagsvera þá er ekkert sérstakt að þurfa að halda sig frá öllum. Maður þarf samt að vera jákvæður í gegnum þetta,“ segir Þórdís um þá tilhugsun að þurfa að forðast samskipti við aðra næstu tvær vikurnar. „Ef ég væri aftur ein þá væri þetta verra.“ Þórdís ásamt Láru Kristínu Pedersen, liðsfélaga sínum KR. Þær eru nú á leið í sóttkví saman á ný. Aðsend Hún segir ljóst að útbreiðsla veirunnar er stórt vandamál og allir þurfi að leggjast á eitt og huga að smitvörnum til þess að takmarka frekara smit í samfélaginu. Enginn sé undanskilinn þeirri samfélagslegu ábyrgð enda geti hver sem er smitast. „Maður verður að hugsa það þannig að það geta allir í samfélaginu fengið þessa veiru. Það er ekkert hægt að vera að dæma neinn út frá því að vera manneskja sem smitar einhvern eða sendir í sóttkví - það er ekkert til þess að skammast sín fyrir.“ Sjálf segist hún nýta tímann í sóttkví til þess að eyða tíma með sjálfri sér og huga vel að líkamlegri og andlegri heilsu. Þegar samskipti við annað fólk eru takmörkuð er fátt annað í stöðunni en að nýta tímann vel ef heilsan býður upp á það. Hún hvetur fólk til þess að gera slíkt hið sama ef það lendir í því að þurfa í sóttkví. „Ég hef mestmegnis nýtt tímann í að njóta þess að geta slappað af. Fara út að hjóla, og auðvitað passa upp á tvo metrana, horfa á skemmtilegar bíómyndir og borða hollan og góðan mat.“ Kvennalið KR eyðir næstu tveimur vikum í sóttkví. Þórdís segist sannfærð um að þær komi sterkari til baka líkt og síðast.Aðsend Enginn heimsendir ef það næst ekki að klára tímabilið Vegna hertra samkomutakmarkana í samfélaginu hefur Íslandsmótið í knattspyrnu verið stöðvað tímabundið, enda erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni við þær aðstæður. Þórdís segir það vissulega vonbrigði að geta ekki klárað tímabilið yfir sumartímann. „Það er skemmtilegast að spila fótbolta á sumrin en við erum eiginlega búin að missa það alveg. Nú er búið að fresta öllu í smá tíma og útlitið er ekkert voða gott.“ Að baki er langt undirbúningstímabil og sumarið því hápunktur ársins fyrir knattspyrnufólk. Hún segir þó einfalt að horfa á stóru myndina og sjá að það sé mun mikilvægara þessa stundina að halda áfram að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum. Heilsa almennings sé mikilvægari en fótboltinn þessa stundina. „Vonandi náum við að spila þetta fram í desember, en þetta er alveg skiljanlegt. Það er enginn heimsendir ef við náum ekki að klára tímabilið en það væri auðvitað mjög leiðinlegt. Maður vill frekar að allir séu við góða heilsu frekar en að spila fótbolta – það er eiginlega mikilvægara.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ gefur sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið Knattspyrnusamband Íslands hefur sett sér tímamörk til 1. desember til að ljúka Íslandsmótinu í fótbolta. 7. ágúst 2020 16:33 Heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ og leikjum frestað til 13. ágúst Engir leikir verða í meistaraflokki, 2. og 3. flokki karla og kvenna til og með 13. ágúst eftir að heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ. 7. ágúst 2020 13:48 Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. Hún, líkt og aðrir leikmenn kvennaliðs KR, fengu fregnirnar í dag eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna. Í samtali við Vísi segist Þórdís taka fréttunum af yfirvegun og ætlar að reyna að tækla þetta á jákvæðu nótunum líkt og áður. Það sé þó skrítin tilfinning að vera á leið í sóttkví enn einu sinni. Þórdís vinnur á spítala og fór þess vegna í sóttkví í byrjun mars þegar faraldurinn hófst hér á landi. Í seinna skiptið var hún skikkuð í sóttkví þegar kvennalið KR hafði spilað leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deild kvenna eftir að leikmaður Breiðabliks reyndist smitaður af veirunni. Í það skiptið fékk hún að vera í sóttkví með Láru Kristínu, liðsfélaga sínum í KR, og verður það sama uppi á teningnum núna. Að sögn Þórdísar var sá tími auðveldari en fyrsta sóttkvíin, en fleira hafi spilað þar inn í. „Það var eiginlega erfiðara í fyrra skiptið. Þá var svo mikil óvissa í samfélaginu og ég varð veik - en ég fór þá í test og var ekki með Covid.“ „Það geta allir í samfélaginu fengið þessa veiru“ „Þetta er ekkert það skemmtilegasta sem maður gerir. Ég er frekar mikil félagsvera þá er ekkert sérstakt að þurfa að halda sig frá öllum. Maður þarf samt að vera jákvæður í gegnum þetta,“ segir Þórdís um þá tilhugsun að þurfa að forðast samskipti við aðra næstu tvær vikurnar. „Ef ég væri aftur ein þá væri þetta verra.“ Þórdís ásamt Láru Kristínu Pedersen, liðsfélaga sínum KR. Þær eru nú á leið í sóttkví saman á ný. Aðsend Hún segir ljóst að útbreiðsla veirunnar er stórt vandamál og allir þurfi að leggjast á eitt og huga að smitvörnum til þess að takmarka frekara smit í samfélaginu. Enginn sé undanskilinn þeirri samfélagslegu ábyrgð enda geti hver sem er smitast. „Maður verður að hugsa það þannig að það geta allir í samfélaginu fengið þessa veiru. Það er ekkert hægt að vera að dæma neinn út frá því að vera manneskja sem smitar einhvern eða sendir í sóttkví - það er ekkert til þess að skammast sín fyrir.“ Sjálf segist hún nýta tímann í sóttkví til þess að eyða tíma með sjálfri sér og huga vel að líkamlegri og andlegri heilsu. Þegar samskipti við annað fólk eru takmörkuð er fátt annað í stöðunni en að nýta tímann vel ef heilsan býður upp á það. Hún hvetur fólk til þess að gera slíkt hið sama ef það lendir í því að þurfa í sóttkví. „Ég hef mestmegnis nýtt tímann í að njóta þess að geta slappað af. Fara út að hjóla, og auðvitað passa upp á tvo metrana, horfa á skemmtilegar bíómyndir og borða hollan og góðan mat.“ Kvennalið KR eyðir næstu tveimur vikum í sóttkví. Þórdís segist sannfærð um að þær komi sterkari til baka líkt og síðast.Aðsend Enginn heimsendir ef það næst ekki að klára tímabilið Vegna hertra samkomutakmarkana í samfélaginu hefur Íslandsmótið í knattspyrnu verið stöðvað tímabundið, enda erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni við þær aðstæður. Þórdís segir það vissulega vonbrigði að geta ekki klárað tímabilið yfir sumartímann. „Það er skemmtilegast að spila fótbolta á sumrin en við erum eiginlega búin að missa það alveg. Nú er búið að fresta öllu í smá tíma og útlitið er ekkert voða gott.“ Að baki er langt undirbúningstímabil og sumarið því hápunktur ársins fyrir knattspyrnufólk. Hún segir þó einfalt að horfa á stóru myndina og sjá að það sé mun mikilvægara þessa stundina að halda áfram að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum. Heilsa almennings sé mikilvægari en fótboltinn þessa stundina. „Vonandi náum við að spila þetta fram í desember, en þetta er alveg skiljanlegt. Það er enginn heimsendir ef við náum ekki að klára tímabilið en það væri auðvitað mjög leiðinlegt. Maður vill frekar að allir séu við góða heilsu frekar en að spila fótbolta – það er eiginlega mikilvægara.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ gefur sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið Knattspyrnusamband Íslands hefur sett sér tímamörk til 1. desember til að ljúka Íslandsmótinu í fótbolta. 7. ágúst 2020 16:33 Heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ og leikjum frestað til 13. ágúst Engir leikir verða í meistaraflokki, 2. og 3. flokki karla og kvenna til og með 13. ágúst eftir að heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ. 7. ágúst 2020 13:48 Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
KSÍ gefur sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið Knattspyrnusamband Íslands hefur sett sér tímamörk til 1. desember til að ljúka Íslandsmótinu í fótbolta. 7. ágúst 2020 16:33
Heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ og leikjum frestað til 13. ágúst Engir leikir verða í meistaraflokki, 2. og 3. flokki karla og kvenna til og með 13. ágúst eftir að heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ. 7. ágúst 2020 13:48
Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04