Fótbolti

„City verður að vinna Meistara­deildina“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolo Toure er nú þjálfari hjá Leicester.
Kolo Toure er nú þjálfari hjá Leicester. vísir/getty

Kolo Toure, fyrrum leikmaður m.a. Man. City og Arsenal og núverandi aðstoðarþjálfari Leicester, segir að liðið verði að vinna Meistaradeildina.

Toure spilaði í fjögur ár á Etihad og hann segir að það sé kominn tími á að þeir bláklæddu frá Manchester-borg vinni „bikarinn með stóru eyrun.“

„City verður að vinna Meistaradeildina. Þeir hafa verið svo óheppnir í mörg ár en ég bið fyrir að þeir vinni þetta í ár. Þegar ég kom til þeirra þá var það draumurinn að vinna Meistaradeildina,“ sagði Toure í samtali við Stats Perform News.

„Þeir eru með topp stjóra. Þeir þurfa að sjá til þess að hann verði þarna áfram og vera vissir um að þeir komi með leikmenn inn sem geta bætt liðið.“

City datt út á grátlegan hátt gegn Tottenham á síðustu leiktíð en eru með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn á útivelli fyrir kvöldið.

„Þeir þurfa leikmenn sem hafa reynslu á því að vinna Meistaradeildina. Þeir eiga góðan möguleika gegn Real Madrid. Þú þarft heppni, þeir voru óheppnir gegn Tottenham. Ég vona að þeir vinni,“ sagði Toure.

Leikur Man. City og Real Madrid hefst klukkan 19.00 í kvöld og er leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphiun fyrir leikinn hefst klukkan 18.15.

Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×