Fótbolti

Zidane segir að Bale hafi ekki viljað spila gegn City

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bale sagði við Zidane að hann nennti ekki með í leikinn gegn City.
Bale sagði við Zidane að hann nennti ekki með í leikinn gegn City. Diego Souto/Getty Images

Það vakti athygli að Gareth Bale var ekki hluti af 24 manna hópi Real Madrid sem mun ferðast til Portúgal þar sem liðið mætir Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Nú hefur Zinedine Zidane – þjálfari Real – sagt að Bale hafi einfaldlega ekki viljað spila gegn City og því hafi hann verið skilinn eftir heima. Zidane vildi ekki fara út í smáatriði en það er raun öruggt að Real mun reyna að losa Walesverjann í sumar.

Það gæti reynst þrautin þyngri en Bale situr á einum stærsta samningi síðari ára. Samkvæmt Alvaro Montero, sérfræðingi Sky Sports, þá er ekkert lið í heiminum sem myndi borga Bale sömu laun og hann fær hjá Real.

Síðasta sumar var leikmaðurinn orðaður við Jiangsu Suning í Kína en ekkert varð af þeim félagaskiptum. Bale sjálfur vill helst fara aftur til Englands þar sem hann lék á sínum tíma með Southampton og Tottenham Hotspur. 

Montero telur að Bale muni einfaldlega sitja á bekknum hjá Real á þessum líka fína samning.

Nýkrýndir Spánarmeistarar Real eru 2-1 undir gegn Manchester City en liðin mætast í síðari leik 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar annað kvöld. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.