Flack óttaðist réttarhöld og umfjöllun Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 14:32 Caroline Flack. Getty/Keith Mayhew Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, svipti sigi lífi því hún átti von á því að verða ákærð og vissi að hún yrði fyrir gífurlegum þunga frá bresku pressunni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem opinberaðar voru fyrir dómi í Bretlandi í dag. Móðir Flack segir lögregluna hafa farið á eftir dóttur sinni af of mikilli hörku vegna frægðar hennar. Flack svipti sig lífi í febrúar, skömmu áður en hún átti að mæta í dómsal þar sem hún hafði verið ákærð fyrir líkamsárás. Hún var ákærð fyrir að hafa ráðist á kærasta sinn með því að slá hann í höfuðið með síma þar sem hann lá sofandi. Sá, tenniskappinn Lewis Burton, var alla tíð mótfallinn því að hún yrði ákærð. Flack var hvað þekktust fyrir að stýra hinum geysivinsælu þáttum, Love Island, en hún hafði áður notið mikilla vinsælda sem þáttastjórnandi hinna ýmsu þátta, til að mynda Big Brother‘s Big Mouth, I‘m a Celebrity… Get Me Out of Here NOW! og X Factor. Þá vakti hún heimsathygli þegar hún átti í ástarsambandi við Harry Styles þegar hann var sautján ára gamall en Flack var fjórtán árum eldri. Við kynningu niðurstöðu rannsóknar sinnar sagði rannsakandinn Mary Hassell að Flack hafi átt við geðræn vandamál að stríða í gegnum tíðina. Þau vandamál hafi færst í aukana með aukinni frægð hennar. Það hafi reynst henni mjög erfitt að líf hennar væri sífellt til umfjöllunar í bresku pressunni og hún hafi staðið frammi fyrir því að missa starf sem hún elskaði vegna áðurnefndrar ákæru. Í dómsal í dag ræddi móðir Flack við lögregluþjóninn sem lagði til að Flack yrði ákærð. Upprunalega stóð til að ávíta Flack en því var breytt að beiðni lögreglunnar. Christine Flack sagði að ef dóttir sín hefði ekki verið fræg hefði hún aldrei verið ákærð. „Þú ættir að skammast þín. Það er ekkert sem við getum gert til að fá Caroline til baka. Ég vona að þú sjáir eftir þessu. Hún var ekki ofbeldiskona,“ sagði Christine Flack samkvæmt frétt Sky News. Fyrir dómi neitaði lögregluþjónninn því að frægð Flack hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar. Hún sagðist hafa beðið um ákvörðunin um ávítunina yrði endurskoðuð að beiðni lögregluþjónanna sem að málinu komu. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bretland Tengdar fréttir Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. 19. febrúar 2020 09:22 Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, svipti sigi lífi því hún átti von á því að verða ákærð og vissi að hún yrði fyrir gífurlegum þunga frá bresku pressunni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem opinberaðar voru fyrir dómi í Bretlandi í dag. Móðir Flack segir lögregluna hafa farið á eftir dóttur sinni af of mikilli hörku vegna frægðar hennar. Flack svipti sig lífi í febrúar, skömmu áður en hún átti að mæta í dómsal þar sem hún hafði verið ákærð fyrir líkamsárás. Hún var ákærð fyrir að hafa ráðist á kærasta sinn með því að slá hann í höfuðið með síma þar sem hann lá sofandi. Sá, tenniskappinn Lewis Burton, var alla tíð mótfallinn því að hún yrði ákærð. Flack var hvað þekktust fyrir að stýra hinum geysivinsælu þáttum, Love Island, en hún hafði áður notið mikilla vinsælda sem þáttastjórnandi hinna ýmsu þátta, til að mynda Big Brother‘s Big Mouth, I‘m a Celebrity… Get Me Out of Here NOW! og X Factor. Þá vakti hún heimsathygli þegar hún átti í ástarsambandi við Harry Styles þegar hann var sautján ára gamall en Flack var fjórtán árum eldri. Við kynningu niðurstöðu rannsóknar sinnar sagði rannsakandinn Mary Hassell að Flack hafi átt við geðræn vandamál að stríða í gegnum tíðina. Þau vandamál hafi færst í aukana með aukinni frægð hennar. Það hafi reynst henni mjög erfitt að líf hennar væri sífellt til umfjöllunar í bresku pressunni og hún hafi staðið frammi fyrir því að missa starf sem hún elskaði vegna áðurnefndrar ákæru. Í dómsal í dag ræddi móðir Flack við lögregluþjóninn sem lagði til að Flack yrði ákærð. Upprunalega stóð til að ávíta Flack en því var breytt að beiðni lögreglunnar. Christine Flack sagði að ef dóttir sín hefði ekki verið fræg hefði hún aldrei verið ákærð. „Þú ættir að skammast þín. Það er ekkert sem við getum gert til að fá Caroline til baka. Ég vona að þú sjáir eftir þessu. Hún var ekki ofbeldiskona,“ sagði Christine Flack samkvæmt frétt Sky News. Fyrir dómi neitaði lögregluþjónninn því að frægð Flack hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar. Hún sagðist hafa beðið um ákvörðunin um ávítunina yrði endurskoðuð að beiðni lögregluþjónanna sem að málinu komu. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bretland Tengdar fréttir Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. 19. febrúar 2020 09:22 Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. 19. febrúar 2020 09:22
Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18
Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15
Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57