Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 07:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA/Stefani Reynolds Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump dreifði viðtalsbútnum á samfélagsmiðlunum. Facebook eyddi færslunni og Twitter fór þá leið að frysta síðu forsetans uns hann tók viðtalsbútinn út sjálfur, en miðlarnir segja að þarna sé forsetinn að dreifa misvísandi eða röngum fullyrðingum um Covid-19 sem gætu haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er í fyrsta sinn Facebook ávítir forsetann fyrir að dreifa kórónuveiruáróðri eftir að fyrirtækið setti sér regluramma um slík mál en áður hefur Facebook slegið á hendurnar á forsetanum vegna ummæla af öðru tagi . Börn eru ekki ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að tími sé til kominn til að ungdómur Bandaríkjanna snúi aftur til skóla á landsvísu. Hann ítrekaði þá skoðun sína í áðurnefndu viðtali við Fox. „Ef þú lítur á börn, börn eru næstum – og ég myndi næstum segja klárlega – næstum ónæm fyrir sjúkdómnum,“ sagði Trump. „Sum, þau eru með sterkara, erfitt að trúa því, ég veit ekki hvað ykkur finnst um þetta, en þau eru einhvern veginn með mun sterkara ónæmiskerfi en við [fullorðið fólk] við þessu. Og þau eru ekki með nein vandamál. Þau eru bara ekki með nein vandamál,“ sagði Trump í viðtalinu. Þá sagði hann að kórónuveiran myndi einfaldlega hverfa. Hann sagði þó ekki hvenær hann héldi að það myndi gerast. „Þetta á eftir að hverfa. Þetta á eftir að hverfa eins og hlutir hverfa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump dreifði viðtalsbútnum á samfélagsmiðlunum. Facebook eyddi færslunni og Twitter fór þá leið að frysta síðu forsetans uns hann tók viðtalsbútinn út sjálfur, en miðlarnir segja að þarna sé forsetinn að dreifa misvísandi eða röngum fullyrðingum um Covid-19 sem gætu haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er í fyrsta sinn Facebook ávítir forsetann fyrir að dreifa kórónuveiruáróðri eftir að fyrirtækið setti sér regluramma um slík mál en áður hefur Facebook slegið á hendurnar á forsetanum vegna ummæla af öðru tagi . Börn eru ekki ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að tími sé til kominn til að ungdómur Bandaríkjanna snúi aftur til skóla á landsvísu. Hann ítrekaði þá skoðun sína í áðurnefndu viðtali við Fox. „Ef þú lítur á börn, börn eru næstum – og ég myndi næstum segja klárlega – næstum ónæm fyrir sjúkdómnum,“ sagði Trump. „Sum, þau eru með sterkara, erfitt að trúa því, ég veit ekki hvað ykkur finnst um þetta, en þau eru einhvern veginn með mun sterkara ónæmiskerfi en við [fullorðið fólk] við þessu. Og þau eru ekki með nein vandamál. Þau eru bara ekki með nein vandamál,“ sagði Trump í viðtalinu. Þá sagði hann að kórónuveiran myndi einfaldlega hverfa. Hann sagði þó ekki hvenær hann héldi að það myndi gerast. „Þetta á eftir að hverfa. Þetta á eftir að hverfa eins og hlutir hverfa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira