Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 06:35 Sprengingin olli gríðarlegi eyðileggingu. EPA/IBRAHIM DIRANI Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. Einhver telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst 135 eru látin eftir sprenginguna og yfir 4.000 særðust. Samkvæmt Michel Aoun, forseta Líbanon, sprungu 2.750 tonn af ammóníum-nítrati sem var ótryggilega geymt í vöruskemmu á höfninni. Breska ríkisútvarpið hefur eftir íbúum í Beirút að stjórnvöld hafi gerst sek um spillingu, vanrækslu og óstjórn. „Beirút grætur, Beirút öskrar, fólk er haldið ofsahræðslu og fólk er þreytt,“ hefur BBC eftir Jude Chehab, kvikmyndagerðarmanni í Beirút. Þá kallaði hann eftir því að réttlæti yrði náð og þeim sem ábyrg eru fyrir sprengingunni verði refsað. Þá er haft eftir Chadiu Elmeouchi Noun, íbúa Beirút sem liggur á spítala eftir sprenginguna, að ríkisstjórnin væri vanhæf. „Ég vissi allan tímann að okkur væri stjórnað af vanhæfu fólki, vanhæfri ríkisstjórn,“ sagði Noun og bætti við að nú tæki steininn úr. „Það sem þau hafa gert núna er algjörlega glæpsamlegt.“ Heimavarnarráð Líbanon hefur þá kallað eftir því að hinir ábyrgu verði látnir sæta „þyngstu mögulegu refsingu“ vegna málsins. Í gær tilkynnti ríkisstjórnin að þó nokkrir yfirmenn hafnarinnar í Beirút hefðu verið hnepptir í stofufangelsi meðan rannsókn á aðdraganda og ástæðu sprengingarinnar stendur yfir. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Fleiri fréttir Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Sjá meira
Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. Einhver telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst 135 eru látin eftir sprenginguna og yfir 4.000 særðust. Samkvæmt Michel Aoun, forseta Líbanon, sprungu 2.750 tonn af ammóníum-nítrati sem var ótryggilega geymt í vöruskemmu á höfninni. Breska ríkisútvarpið hefur eftir íbúum í Beirút að stjórnvöld hafi gerst sek um spillingu, vanrækslu og óstjórn. „Beirút grætur, Beirút öskrar, fólk er haldið ofsahræðslu og fólk er þreytt,“ hefur BBC eftir Jude Chehab, kvikmyndagerðarmanni í Beirút. Þá kallaði hann eftir því að réttlæti yrði náð og þeim sem ábyrg eru fyrir sprengingunni verði refsað. Þá er haft eftir Chadiu Elmeouchi Noun, íbúa Beirút sem liggur á spítala eftir sprenginguna, að ríkisstjórnin væri vanhæf. „Ég vissi allan tímann að okkur væri stjórnað af vanhæfu fólki, vanhæfri ríkisstjórn,“ sagði Noun og bætti við að nú tæki steininn úr. „Það sem þau hafa gert núna er algjörlega glæpsamlegt.“ Heimavarnarráð Líbanon hefur þá kallað eftir því að hinir ábyrgu verði látnir sæta „þyngstu mögulegu refsingu“ vegna málsins. Í gær tilkynnti ríkisstjórnin að þó nokkrir yfirmenn hafnarinnar í Beirút hefðu verið hnepptir í stofufangelsi meðan rannsókn á aðdraganda og ástæðu sprengingarinnar stendur yfir.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Fleiri fréttir Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Sjá meira
Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13