Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Heimir Már Pétursson skrifar 5. ágúst 2020 18:52 Kenneth Fredriksen forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir fyrirtæki vilja opna samkeppni og sé meira en til í að kynna fyrirtækið og 5G lausnir þess fyrir íslenskum yfirvöldum óski þau þess. Vísir/Arnar Halldórsson Forstjóri Huawei á Norðurlöndum sem kínversk stjórnvöld eða leyniþjónustustofnanir ekki geta nýtt sér 5G búnað fyrirtækisins til að komast inn í kerfi stjórnvalda annarra landa. Íslensk stjórnvöld hafi ekki óskað eftir fundi um búnaðinn. Bresk stjórnvöld létu nýlega undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og bönnuðu 5G búnað frá kínverska tæknirisanum Huawai. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna fullyrti meira um afstöðu íslenskra stjórnvalda en hann gat staðið undir þegar hann kom hingað til lands hinn 4. september í fyrra. Hann fundaði fyrst með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Höfða og síðan Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir brottför sína frá landinu. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna varaði við Huawai í heimsókn sinni til Íslands hinn 4. september í fyrra og fullyrti að Ísland hefði hafnað belti og braut áætlun Kínverja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leiðrétti það.Vísir/Vilhelm „Hingað til hafa Íslendingar hafnað belti og braut framtaki Kínverja. Við ræddum einnig í dag og getum ef til vill rætt aftur hér áhyggjur Bandaríkjanna vegan 5G og vilja okkar til að vinna með Íslandi og öðrum frelsis elskandi þjóðum við að finna aðrar lausnir en lausnir á grundvelli kínverska ríkisins,” sagði Pence í upphafi fundar síns með Katrínu á Keflavíkurflugvelli. Fréttamaður greip hann á orðinu og spurði: „Herra varaforseti. Það eru fréttir að íslensk stjórnvöld hafi hafnað belti og braut. Hefur utanríkisráðherra Íslands staðfest þetta?” Katrín hleypti varaforsetanum ekki að og sagði: „Við ætlum ekki að taka við spurningum. En eins og þú veist hafa íslensk stjórnvöld ekki opnað fyrir belti og braut. Það hefur verið í skoðun en við höfum ekki opnað á það,” sagði Katrín. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Huawei nátengt kínverskum stjórnvöldum sem geti í gegnum 5G búnað fyrirtækisins komist inn í innstu kerfi annarra stjórnvalda. Kenneth Fredriksen segir Huawei hafa veitt Íslendingum þjónustu í rúman áratug og telji Íslendinga einna fremsta í Evrópu í farsímalausnum. Hann treysti þeim til að taka sjálfstæðar ákvarðanir.Stöð 2/Arnar Halldórsson Kenneth Fredriksen forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í búnaði Huawei fyrir kínversk stjórnvöld til að komast inn í kerfi sem tengjast búnaðinum. „Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir að við leggjum aðeins til tækin. Viðskiptavinir okkar reka kerfin og það er í þeim sem öryggisráðstafanirnar eru gerðar,” segir Fredriksen. Það sé miður að stjórnmálum og tækni sé blandað saman eins og gerst hafi í Bretlandi. Óttastu að önnur ríki NATO fylgi á eftir Bretum? „Raunveruleikinn er sá að við erum í miðjum klíðum að setja upp búnað í flestum ríkjum Evrópu. Þeirra á meðal flesum ríkjum Norðurlanda. Þannig að ég tel þetta ekki vera mikið áhyggjuefni. Ég tel flest ríki geta tekið yfirvegaðar og góðar ákvarðanir í þessum efnum. Ég tel að Ísland eigi einnig að gera það. Taka sjálfstæðar ákvarðanir,” segir Fredriksen. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kannast ekki við neinn beinan þrýsting frá Bandaríkjamönnum en segir þessi mál í skoðun í ráðuneytinu. Fredriksen segir fulltrúa Huawei ekki hafa fundað með íslenskum ráðmönnum en muni fúslega veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar. „Ef þeir hafa áhuga á fyrirtæki okkar væri ég meira en reiðubúinn til að deila upplýsingum um okkur. Vegna þess að við höfum þjónað Íslandi undanfarin tíu til fimmtán ár,” sagði Fredriksen. Hann teldi Ísland búa við eitt þróaðasta fjarskiptakerfi fyrir farsíma í Evrópu og einn virkasta samkeppnismarkaðinn. Þess skal getið að Vodafone er að setja upp 5G búnað frá Huawai og er í eigu Sýnar eins og Stöð 2. Huawei Donald Trump Kína Fjarskipti Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að búnaður Huawei sé óöruggur Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. 2. ágúst 2020 23:30 Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31 Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55 Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Forstjóri Huawei á Norðurlöndum sem kínversk stjórnvöld eða leyniþjónustustofnanir ekki geta nýtt sér 5G búnað fyrirtækisins til að komast inn í kerfi stjórnvalda annarra landa. Íslensk stjórnvöld hafi ekki óskað eftir fundi um búnaðinn. Bresk stjórnvöld létu nýlega undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og bönnuðu 5G búnað frá kínverska tæknirisanum Huawai. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna fullyrti meira um afstöðu íslenskra stjórnvalda en hann gat staðið undir þegar hann kom hingað til lands hinn 4. september í fyrra. Hann fundaði fyrst með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Höfða og síðan Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir brottför sína frá landinu. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna varaði við Huawai í heimsókn sinni til Íslands hinn 4. september í fyrra og fullyrti að Ísland hefði hafnað belti og braut áætlun Kínverja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leiðrétti það.Vísir/Vilhelm „Hingað til hafa Íslendingar hafnað belti og braut framtaki Kínverja. Við ræddum einnig í dag og getum ef til vill rætt aftur hér áhyggjur Bandaríkjanna vegan 5G og vilja okkar til að vinna með Íslandi og öðrum frelsis elskandi þjóðum við að finna aðrar lausnir en lausnir á grundvelli kínverska ríkisins,” sagði Pence í upphafi fundar síns með Katrínu á Keflavíkurflugvelli. Fréttamaður greip hann á orðinu og spurði: „Herra varaforseti. Það eru fréttir að íslensk stjórnvöld hafi hafnað belti og braut. Hefur utanríkisráðherra Íslands staðfest þetta?” Katrín hleypti varaforsetanum ekki að og sagði: „Við ætlum ekki að taka við spurningum. En eins og þú veist hafa íslensk stjórnvöld ekki opnað fyrir belti og braut. Það hefur verið í skoðun en við höfum ekki opnað á það,” sagði Katrín. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Huawei nátengt kínverskum stjórnvöldum sem geti í gegnum 5G búnað fyrirtækisins komist inn í innstu kerfi annarra stjórnvalda. Kenneth Fredriksen segir Huawei hafa veitt Íslendingum þjónustu í rúman áratug og telji Íslendinga einna fremsta í Evrópu í farsímalausnum. Hann treysti þeim til að taka sjálfstæðar ákvarðanir.Stöð 2/Arnar Halldórsson Kenneth Fredriksen forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í búnaði Huawei fyrir kínversk stjórnvöld til að komast inn í kerfi sem tengjast búnaðinum. „Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir að við leggjum aðeins til tækin. Viðskiptavinir okkar reka kerfin og það er í þeim sem öryggisráðstafanirnar eru gerðar,” segir Fredriksen. Það sé miður að stjórnmálum og tækni sé blandað saman eins og gerst hafi í Bretlandi. Óttastu að önnur ríki NATO fylgi á eftir Bretum? „Raunveruleikinn er sá að við erum í miðjum klíðum að setja upp búnað í flestum ríkjum Evrópu. Þeirra á meðal flesum ríkjum Norðurlanda. Þannig að ég tel þetta ekki vera mikið áhyggjuefni. Ég tel flest ríki geta tekið yfirvegaðar og góðar ákvarðanir í þessum efnum. Ég tel að Ísland eigi einnig að gera það. Taka sjálfstæðar ákvarðanir,” segir Fredriksen. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kannast ekki við neinn beinan þrýsting frá Bandaríkjamönnum en segir þessi mál í skoðun í ráðuneytinu. Fredriksen segir fulltrúa Huawei ekki hafa fundað með íslenskum ráðmönnum en muni fúslega veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar. „Ef þeir hafa áhuga á fyrirtæki okkar væri ég meira en reiðubúinn til að deila upplýsingum um okkur. Vegna þess að við höfum þjónað Íslandi undanfarin tíu til fimmtán ár,” sagði Fredriksen. Hann teldi Ísland búa við eitt þróaðasta fjarskiptakerfi fyrir farsíma í Evrópu og einn virkasta samkeppnismarkaðinn. Þess skal getið að Vodafone er að setja upp 5G búnað frá Huawai og er í eigu Sýnar eins og Stöð 2.
Huawei Donald Trump Kína Fjarskipti Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að búnaður Huawei sé óöruggur Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. 2. ágúst 2020 23:30 Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31 Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55 Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Ekkert bendir til þess að búnaður Huawei sé óöruggur Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. 2. ágúst 2020 23:30
Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31
Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56
Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55
Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30