Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2020 19:30 Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands Getty/PA Images Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjunum og ákveðið að banna aðkomu kínverska fyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfinu í Bretlandi. Breski menningarmálaráðherrann greindi frá þessari ákvörðun í dag sem er stefnubreyting frá því Boris Johnson forsætisráðherrra reyndi í janúar að ná málamiðlun milli efnahags- og öryggishagsmuna með því að heimila Huawei takmarkaða aðkomu að uppbyggingu 5G samskipakerfisins. Huawei mætti ekki tengjast kjarna kerfisiins og mætti í heild ekki koma að meira en 35 prósentum af samskiptakerfinu. Forsætisráðherrann er hins vegar undir þrýstingi frá hluta flokksmanna sinna sem gagnrýna framkomu kínverskra stjórnvalda í Hong Kong og meint tengsl Huawei við kínversk stjórnvöld. Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands sagði á breska þinginu í dag að hömlur sem bandaríkjastjórn hefði sett á starfsemi Huawei gerði þróun tækni fyrirtækisins erfiða í Bretlandi. „Svo það sé á hreinu þá mega símafyrirtæki frá lokum þessa árs ekki kaupa neinn 5G-búnað frá Huawei og þegar frumvarpið um öryggi fjarskipta hefur verið samþykkt verður það lögbrot að gera slíkt,“ sagði Dowden. Bandaríkjastjórn sem á í viðskiptastríði við Kínverja hefur þrýst á Breta og fleiri þjóðir að útiloka Huawei sem þykir standa fremst í þróun 5G samskiptanetsinis í heiminum. Hafa Bandaríkjamenn meðal annars bannað Huawei að nota bandarískan hugbúnað og tækni við uppbygginigu kerfisins. Þá hefur það áhrif í Bretlandi að bresk stjórnvöld reyna nú að ná hagstæðum viðskiptasamingum við Bandaríkjamenn eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Herra forseti, við höfum ekki tekið þessa ákvörðun af neinni léttúð. Og ég verð að vera reinskilinn um þessar ákvarðanir og afleiðingar þeirra fyrir öll kjördæmi landsins. Þetta mun seinka útbreiðslu 5G. Ákvarðanir okkar í janúar höfðu þegar seinkað útbreiðslunni um eitt ár og kostað allt að einum milljarði punda,“ sagði menningarmálaráðherrann á breska þinginu í dag. Viðbótarkostnaðurinn við að banna Huawei algerlega verði hálfur milljarður punda þannig að heildarkostnaðurinn við andstöðuna við kínverska fyrirtækið verður um 267 milljarðar íslenskra króna. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjunum og ákveðið að banna aðkomu kínverska fyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfinu í Bretlandi. Breski menningarmálaráðherrann greindi frá þessari ákvörðun í dag sem er stefnubreyting frá því Boris Johnson forsætisráðherrra reyndi í janúar að ná málamiðlun milli efnahags- og öryggishagsmuna með því að heimila Huawei takmarkaða aðkomu að uppbyggingu 5G samskipakerfisins. Huawei mætti ekki tengjast kjarna kerfisiins og mætti í heild ekki koma að meira en 35 prósentum af samskiptakerfinu. Forsætisráðherrann er hins vegar undir þrýstingi frá hluta flokksmanna sinna sem gagnrýna framkomu kínverskra stjórnvalda í Hong Kong og meint tengsl Huawei við kínversk stjórnvöld. Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands sagði á breska þinginu í dag að hömlur sem bandaríkjastjórn hefði sett á starfsemi Huawei gerði þróun tækni fyrirtækisins erfiða í Bretlandi. „Svo það sé á hreinu þá mega símafyrirtæki frá lokum þessa árs ekki kaupa neinn 5G-búnað frá Huawei og þegar frumvarpið um öryggi fjarskipta hefur verið samþykkt verður það lögbrot að gera slíkt,“ sagði Dowden. Bandaríkjastjórn sem á í viðskiptastríði við Kínverja hefur þrýst á Breta og fleiri þjóðir að útiloka Huawei sem þykir standa fremst í þróun 5G samskiptanetsinis í heiminum. Hafa Bandaríkjamenn meðal annars bannað Huawei að nota bandarískan hugbúnað og tækni við uppbygginigu kerfisins. Þá hefur það áhrif í Bretlandi að bresk stjórnvöld reyna nú að ná hagstæðum viðskiptasamingum við Bandaríkjamenn eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Herra forseti, við höfum ekki tekið þessa ákvörðun af neinni léttúð. Og ég verð að vera reinskilinn um þessar ákvarðanir og afleiðingar þeirra fyrir öll kjördæmi landsins. Þetta mun seinka útbreiðslu 5G. Ákvarðanir okkar í janúar höfðu þegar seinkað útbreiðslunni um eitt ár og kostað allt að einum milljarði punda,“ sagði menningarmálaráðherrann á breska þinginu í dag. Viðbótarkostnaðurinn við að banna Huawei algerlega verði hálfur milljarður punda þannig að heildarkostnaðurinn við andstöðuna við kínverska fyrirtækið verður um 267 milljarðar íslenskra króna.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“