Erlent

Ný og verri bylgja verði skólar opnaðir án betri skimunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Þær sviðsmyndir sem vísindamennirnir settu upp benda allar á að umfangsmikil skimun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að veiran ná mikilli dreifingu á nýjan leik.
Þær sviðsmyndir sem vísindamennirnir settu upp benda allar á að umfangsmikil skimun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að veiran ná mikilli dreifingu á nýjan leik. EPA/ANDY RAIN

Bretar standa fram fyrir annarri og mun stærri bylgju af Covid-19 smitum í vetur, verði skimun þar í landi ekki bætt verulega. Sú bylgja gæti orðið tvöfalt umfangsmeiri en sú sem nú gengur yfir landið, ef svo má að orði komast. Vísindamenn við University College London og London School of Hygiene and Tropical Medicine sögðu hægt að koma í veg fyrir aðra bylgju með því að 75 prósent þeirra sem hafi smitast verði fundnir og smitrakning framkvæmd.

Þetta kom fram í rannsókn skólanna á mögulegum áhrifum þess að opna skóla að nýju í haust og að opna vinnustaði að nýju.

Þær sviðsmyndir sem vísindamennirnir settu upp benda allar á að umfangsmikil skimun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að veiran ná mikilli dreifingu á nýjan leik. Versta sviðsmyndin benti til þess að rúmlega tvisvar sinnum fleiri myndu smitast í nýrri bylgju, samkvæmt frétt Sky News.

Eins og staðan er í dag hafa rúmlega 300 þúsund smitast af Covid-19 í Bretlandi, svo vitað sé. Minnst 46.295 hafa dáið. Það er samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans sem heldur utan um opinberar tölur.

Verði skólar opnaðir í september án þess að skimun verði aukin myndi seinni bylgjan ná hámarki í desember, miðað við spálíkön vísindamannanna.

Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur sagt að börn muni snúa aftur í skóla í september og að það sé í algeran forgang hjá ríkisstjórn hans. Simon Clarke, ráðherra, hefur þar að auki sagt samhug innan ríkisstjórnarinnar um að auka þyrfti skimun og smitrakningu. Allir væru meðvitaðir um mikilvægi þess.

Sömuleiðis sagði hann embættismenn sannfærða um að allt yrði klárt fyrir opnun skóla í haust.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.