Erlent

Reni Santoni látinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Santoni var 81 árs.
Santoni var 81 árs. Facebook/Tracy Newman

Bandaríski kvikmynda- og sjónvarpsleikarinn Reni Santoni lést 1. ágúst síðastliðinn, 81 árs að aldri.

Santoni var fæddur í New York í Bandaríkjunum árið 1939. Leiklistarferill hans spannaði 56 ár, en hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Poppie í hinum sívinsælu gamanþáttum Seinfeld.

Variety greinir frá andláti Santoni og vísar í Facebook-færslu handritshöfundarins og tónlistarkonunnar Tracy Newman en þeim Santoni var vel til vina. Þar segir að Santoni hafi glímt við veikindi um nokkurt skeið.

„Þau ykkar sem þekktu hann vitið hversu fyndinn hann var, hversu frábær leikari og skemmtikraftur hann var. Algjörlega frábær. Ég elskaði hann mikið og mun sakna hans ógurlega. Annar frábær maður er horfinn á braut,“ skrifaði Newman meðal annars.

Santoni var meðal annars þekktur fyrir hlutverk í myndunum Cobra frá 1986 og Dirty Harry. Hann lætur eftir sig eiginkonu sína, leikstjórann Lisu James, og son þeirra, Nick.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×