Enski boltinn

Stað­­festir að hafa ekki viljað hitta Ramos eftir það sem hann gerði við Salah

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramos huggar Salah eftir atvikið umdeilda.
Ramos huggar Salah eftir atvikið umdeilda. vísir/getty

Hinn sautján ára gamli leikmaður Liverpool, Harvey Elliott, vildi ekki fara til Real Madríd og heldur ekki hitta Serigio Ramos eftir atvikið milli hans og Mo Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018.

Salah og Ramos lenti saman sem endaði með því að Salah þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik vegna axlarmeiðsla. Voru margir stuðningsmenn Liverpool ósáttir með Ramos þar.

The Athletic greindi frá í lok maí að Madrídar liðið vildi næla í Elliott og honum var boðið til Madrídar að hitta m.a. Sergio Ramos. Hann hafði lítinn sem engan áhuga á því.

„Já, þetta er satt. Ég neitaði þessu eftir það sem hann gerði við Mo,“ sagði Englendingurinn í samtali við The Athletic.

„Ég er yfirleitt í ræktinni á sama tíma og Mane og Salah og þeir gefa mér fullt af ráðum.“

„Ef ég er að taka venjulega þyngd og þetta er of létt þá koma Sadio eða Mo og segja mér að að taka aðra þyngd til þess að gera þetta erfiðara.“

„Ef ég er að gera æfingu með band þá koma þeir og sjá hvort að bandið sé í réttri stöðu,“ sagði Elliott sem lýtur mikið upp til stórstjarnanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.