Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Sylvía Hall skrifar 3. ágúst 2020 20:24 Cyrus Vance Jr. hefur farið fram á skattskýrslur Trump vegna rannsóknar á meintum mútugreiðslum. Vísir/Getty Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“ innan fyrirtækis hans. Tilkynnti hann dómara í dag að hann væri í fullum rétti til þess að krefjast gagnanna, en erfiðlega hefur gengið að fá skýrslurnar afhentar. AP greinir frá. Þar kemur fram að Vance hafi lítið gefið upp varðandi rannsókn sína en sagði þó hluta rannsóknarinnar beinast að meintum mútugreiðslum til kvenna gegn því að þær héldu ástarsamböndum sínum við forsetann leyndum. Fullyrtu lögmenn Vance að mótmæli lögmanna forsetans þess efnis að krafan væri of víðtæk væru byggð á röngum forsendum, enda krafðist saksóknarinn afhendingu vegna rannsóknar á mútugreiðslum. Hæstiréttur hafnaði því fyrr í mánuðinum að forsetinn nyti algerrar friðhelgi fyrir rannsókn og opnaði þar með fyrir möguleikann á því að skattskýrslurnar yrðu gerðar opinberar. Dómurinn þýðir þó ekki að Trump þurfi að afhenda skattskýrslur sínar, að minnsta kosti ekki strax. Krafa saksóknara um skattskýrslurnar gætu velkst um fyrir dómstólum lengi enn, vel fram yfir kosningarnar sem fara fram í haust. „Hver dagur sem líður er annar dagur þar sem [Trump] viðheldur „tímabundinni algerri friðhelgi“ sem þetta dómstig, áfrýjunardómstóll og Hæstiréttur hafnaði,“ sögðu lögmenn Vance um málið. Sögðu þeir jafnframt töfina auka líkur á því að sönnunargögn myndu tapast eða málin myndu fyrnast. Rannsókn saksóknarans beinist meðal annars að því hvernig Michael Cohen, fyrrum lögmaður Trump, kom í veg fyrir að klámstjarnan Stormy Daniels og fyrirsætan Karen McDougal stigu fram með sögur af ástarsamböndum sínum við forsetann. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og fyrir að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. 15. nóvember 2019 09:47 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“ innan fyrirtækis hans. Tilkynnti hann dómara í dag að hann væri í fullum rétti til þess að krefjast gagnanna, en erfiðlega hefur gengið að fá skýrslurnar afhentar. AP greinir frá. Þar kemur fram að Vance hafi lítið gefið upp varðandi rannsókn sína en sagði þó hluta rannsóknarinnar beinast að meintum mútugreiðslum til kvenna gegn því að þær héldu ástarsamböndum sínum við forsetann leyndum. Fullyrtu lögmenn Vance að mótmæli lögmanna forsetans þess efnis að krafan væri of víðtæk væru byggð á röngum forsendum, enda krafðist saksóknarinn afhendingu vegna rannsóknar á mútugreiðslum. Hæstiréttur hafnaði því fyrr í mánuðinum að forsetinn nyti algerrar friðhelgi fyrir rannsókn og opnaði þar með fyrir möguleikann á því að skattskýrslurnar yrðu gerðar opinberar. Dómurinn þýðir þó ekki að Trump þurfi að afhenda skattskýrslur sínar, að minnsta kosti ekki strax. Krafa saksóknara um skattskýrslurnar gætu velkst um fyrir dómstólum lengi enn, vel fram yfir kosningarnar sem fara fram í haust. „Hver dagur sem líður er annar dagur þar sem [Trump] viðheldur „tímabundinni algerri friðhelgi“ sem þetta dómstig, áfrýjunardómstóll og Hæstiréttur hafnaði,“ sögðu lögmenn Vance um málið. Sögðu þeir jafnframt töfina auka líkur á því að sönnunargögn myndu tapast eða málin myndu fyrnast. Rannsókn saksóknarans beinist meðal annars að því hvernig Michael Cohen, fyrrum lögmaður Trump, kom í veg fyrir að klámstjarnan Stormy Daniels og fyrirsætan Karen McDougal stigu fram með sögur af ástarsamböndum sínum við forsetann. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og fyrir að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. 15. nóvember 2019 09:47 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27
Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. 15. nóvember 2019 09:47