Mótmæla aðgerðum stjórnvalda í baráttunni við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2020 18:12 Þúsundir taka þátt í mótmælunum í Berlín. FELIPE TRUEBA/EPA Þúsundir Berlínarbúa mótmæla nú takmörkunum og reglum sem þýsk stjórnvöld hafa komið á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Þýskalandi. Mótmælendurnir telja aðgerðir stjórnvalda, svo sem grímuskyldu, vera brot á borgaralegum réttindum sínum og frelsi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þýskalandi tókst betur til en mörgum öðrum Evrópuríkjum að bregðast við kórónuveirufaraldrinum en undanfarið hefur borið á því að fleiri séu teknir að smitast. Í gær greindust yfir 900 einstaklingar með veiruna í landinu og sjö létust. Samkvæmt tölum yfirvalda er talið að um 15.000 manns taki þátt í mótmælunum, sem mótmælendur sjálfir kalla „Frelsisdaginn.“ Meðal slagorða sem sjá má á skiltum mótmælenda eru „Kóróna, gabb“ og „Það er verið að neyða okkur til að nota múl.“ Seinna slagorðið vísar til þess að fólk skuli bera grímu á almannafæri. Samkvæmt BBC eru hægri-öfgamenn og fylgjendur samsæriskenninga sem trúa ekki á tilvist kórónuveirunnar á meðal mótmælenda, þó þar séu einnig borgarar sem séu einfaldlega mótfallnir aðgerðum stjórnvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá segir að fáir mótmælendanna beri grímur eða hugi að reglum um fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. „Krafa okkur er afturhvarf til lýðræðis. Burt með þessi lög sem sett hafa verið á okkur, burt með grímurnar sem gera okkur að þrælum,“ hefur BBC eftir konu einni sem var viðstödd mótmælin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Þúsundir Berlínarbúa mótmæla nú takmörkunum og reglum sem þýsk stjórnvöld hafa komið á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Þýskalandi. Mótmælendurnir telja aðgerðir stjórnvalda, svo sem grímuskyldu, vera brot á borgaralegum réttindum sínum og frelsi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þýskalandi tókst betur til en mörgum öðrum Evrópuríkjum að bregðast við kórónuveirufaraldrinum en undanfarið hefur borið á því að fleiri séu teknir að smitast. Í gær greindust yfir 900 einstaklingar með veiruna í landinu og sjö létust. Samkvæmt tölum yfirvalda er talið að um 15.000 manns taki þátt í mótmælunum, sem mótmælendur sjálfir kalla „Frelsisdaginn.“ Meðal slagorða sem sjá má á skiltum mótmælenda eru „Kóróna, gabb“ og „Það er verið að neyða okkur til að nota múl.“ Seinna slagorðið vísar til þess að fólk skuli bera grímu á almannafæri. Samkvæmt BBC eru hægri-öfgamenn og fylgjendur samsæriskenninga sem trúa ekki á tilvist kórónuveirunnar á meðal mótmælenda, þó þar séu einnig borgarar sem séu einfaldlega mótfallnir aðgerðum stjórnvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá segir að fáir mótmælendanna beri grímur eða hugi að reglum um fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. „Krafa okkur er afturhvarf til lýðræðis. Burt með þessi lög sem sett hafa verið á okkur, burt með grímurnar sem gera okkur að þrælum,“ hefur BBC eftir konu einni sem var viðstödd mótmælin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira