Fótbolti

Hólm­bert sagður á óska­lista liða á Ítalíu, í Belgíu og í Hollandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmbert Aron Nettavisen.jpeg

Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Álasundar í norsku úrvalsdeildinni, er sagður á óskalista marga liða víðs vegar um Evrópu. Forza Italian Football greinir frá.

Hólmbert hefur raðað inn mörkum það sem af er tímabilinu í Noregi. Hann hefur skorað átta mörk í fyrstu níu leikjunum fyrir Álasund sem annars liggur á botni deildarinnar.

Samningur Hólmberts við félagið rennur út í desember og verði hann keyptur í sumarglugganum mun hann þar af leiðandi ekki dýr.

Parma, SPAL og Lecce, sem öll spiluðu í ítölsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, eru sögð áhugasöm. Þau eru ekki þau einu sem fylgjast með Hólmberti en AZ Alkmaar í Hollandi og Gent í Belgíu eru einnig sögð áhugasöm.

SPAL spilar þó í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð og Lecce gæti einnig fallið í lokaumferðinni svo Parma er sagt vera númer eitt á óskalista Hólmberts.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.