„Stöndum saman í þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 12:08 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé verið að beina þeim tilmælum til fólks að viðburðum sem fyrirhugaðir voru um verslunarmannahelgina verði slegið á frest. Hann segir að nú þurfi fólk að standa saman og hugsa hlutina á nýjan hátt. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við hann að loknum upplýsingafundi um hertar aðgerðir. „Hundrað manna samkomur er hámarkið og ég þykist vita það að í flestum tilfellum sé það langt undir það sem menn voru að reikna með. Ég held að flestir hafi búist við að geta verið með 500 manns og jafnvel vorum við búin að heyra af hátíðum þar sem menn ætluðu að vera með einhver sóttvarnahólf og annað slíkt. Nú er þetta bara hundrað manns.“ Þá hvetur Víðir fólk til þess að vera ekki að halda viðburði með sóttvarnahólfum sem séu í raun „bara einhver sýndarveruleikasóttvarnahólf.“ „Stöndum bara saman í þessu. Þetta er erfitt, mikið fjárhagslegt tjón fyrir mjög marga en svona er því miður staðan. Við verðum að ná tökum á þessu og þetta er það sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Vinnustaðir geti sett fólk í heimavinnu að nýju Þá segir Víðir að endurkoma tveggja metra reglunnar, sem hefur ekki verið skyldubundin upp á síðkastið, eigi að gilda í hvívetna. Á blaðamannafundi dagsins kom fram að grímuskylda kæmi til með að gilda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. „Við erum að beina grímunum sérstaklega að þessum almenningssamgöngum þar sem fólk er í langan tíma á sama stað í litlu rými. Vinnustaðir eiga flestir meiri möguleika á að setja fólk í heimavinnu líkt og margir gerðu núna í vor.“ Aðspurður segir Víðir að fólki ekki hafi verið sérstaklega ráðlagt að bera grímur á almannafæri. Grímuskyldan snúi aðallega að stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Hópar fjölmennari en hundrað verði ekki liðnir Eins segist Víðir vona að ekki þurfi að grípa til viðurlaga við brota á samkomubanni næstkomandi helgi, verslunarmannahelgina. Hann beinir þeim tilmælum til allra að taka málin alvarlega og forðast að stórir hópar myndist. „Fólk getur ferðast innanlands, það getur fjarið á tjaldstæði, það getur verið með vinum í sumarbústað og öðru slíku en einhverjar hópamyndanir meira en hundrað verða ekki liðnar og tjaldstæðin hafa ekki heimild frá og með hádegi á morgun til að hleypa meira en hundrað manns inn.“ Þá beinir Víðir orðum sínum sérstaklega að ungu fólki, sem hann veit að vill ferðast með vinum sínum um helgina. „Nú þurfa menn bara aðeins að hugsa þetta öðruvísi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé verið að beina þeim tilmælum til fólks að viðburðum sem fyrirhugaðir voru um verslunarmannahelgina verði slegið á frest. Hann segir að nú þurfi fólk að standa saman og hugsa hlutina á nýjan hátt. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við hann að loknum upplýsingafundi um hertar aðgerðir. „Hundrað manna samkomur er hámarkið og ég þykist vita það að í flestum tilfellum sé það langt undir það sem menn voru að reikna með. Ég held að flestir hafi búist við að geta verið með 500 manns og jafnvel vorum við búin að heyra af hátíðum þar sem menn ætluðu að vera með einhver sóttvarnahólf og annað slíkt. Nú er þetta bara hundrað manns.“ Þá hvetur Víðir fólk til þess að vera ekki að halda viðburði með sóttvarnahólfum sem séu í raun „bara einhver sýndarveruleikasóttvarnahólf.“ „Stöndum bara saman í þessu. Þetta er erfitt, mikið fjárhagslegt tjón fyrir mjög marga en svona er því miður staðan. Við verðum að ná tökum á þessu og þetta er það sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Vinnustaðir geti sett fólk í heimavinnu að nýju Þá segir Víðir að endurkoma tveggja metra reglunnar, sem hefur ekki verið skyldubundin upp á síðkastið, eigi að gilda í hvívetna. Á blaðamannafundi dagsins kom fram að grímuskylda kæmi til með að gilda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. „Við erum að beina grímunum sérstaklega að þessum almenningssamgöngum þar sem fólk er í langan tíma á sama stað í litlu rými. Vinnustaðir eiga flestir meiri möguleika á að setja fólk í heimavinnu líkt og margir gerðu núna í vor.“ Aðspurður segir Víðir að fólki ekki hafi verið sérstaklega ráðlagt að bera grímur á almannafæri. Grímuskyldan snúi aðallega að stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Hópar fjölmennari en hundrað verði ekki liðnir Eins segist Víðir vona að ekki þurfi að grípa til viðurlaga við brota á samkomubanni næstkomandi helgi, verslunarmannahelgina. Hann beinir þeim tilmælum til allra að taka málin alvarlega og forðast að stórir hópar myndist. „Fólk getur ferðast innanlands, það getur fjarið á tjaldstæði, það getur verið með vinum í sumarbústað og öðru slíku en einhverjar hópamyndanir meira en hundrað verða ekki liðnar og tjaldstæðin hafa ekki heimild frá og með hádegi á morgun til að hleypa meira en hundrað manns inn.“ Þá beinir Víðir orðum sínum sérstaklega að ungu fólki, sem hann veit að vill ferðast með vinum sínum um helgina. „Nú þurfa menn bara aðeins að hugsa þetta öðruvísi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira