Innlent

Ríkisstjórnin fundar um aðgerðir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í baksýn er Alma Möller landlæknir.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í baksýn er Alma Möller landlæknir. Vísir/vilhelm

Ríkisstjórn Íslands fundar klukkan níu. Búast má við að þar verði til umræðu tillögur sóttvarnalæknis um breyttar aðgerðir vegna faraldurs kórónuveiru. Reiknað er með því að haldinn verði fréttamannafundur klukkan 11, þar sem ætla má að aðgerðirnar verði kynntar. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.

Tillögurnar komu inn á borð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gærkvöldi. Það er þá hennar að ákveða hvort tillögurnar verði samþykktar en hingað til hefur ráðherra farið að ráðleggingum sóttvarnalæknis.

Alma Möller landlæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar í gær að aðallega væri til skoðunar að breyta fjöldamörkum samkomubanns, sem nú standa í 500, og koma tveggja metra reglunni á að nýju.


Tengdar fréttir

Tillögur komnar á borð ráðherra

Tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir vegna faraldurs kórónuveirunnar eru komnar á borð heilbrigðisráðherra. Þetta staðfestif Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill Sóttvarnalæknis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.